Útlit fyrir að vetur og sumar frjósi saman - þó það virðist segja lítið um sumarið Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 15:24 Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir nóttina. Vísir/Vedur.is Sumardagurinn fyrsti er á morgun og útlit fyrir að sumar og vetur frjósi saman, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Samkvæmt þjóðtrú boðar það gott sumar ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta en áður fyrr var túlkunin á góðu sumri sú ef nyt búpenings yrði góð. Í seinni tíð hefur þessari þjóðtrú vanalegt fylgt óskhyggja um hlýtt og gott sumar en veðurfræðingurinn Trausti Jónsson hefur bent á að lítil fylgni er á milli þess að hlýtt sumar komi í kjölfar þess að vetur og sumar frjósi saman. Sagði hann söguna sýna að þvert á móti væri fremur von á köldu sumri ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta. Í útvarpsfrétt Bylgjunnar frá sumardeginum fyrsta í fyrra var vitnað í Trausta sem sagði að frá 1922 hafi það gerst í 33 skipti að vetur og sumar frjósi saman. 20 sumur af þeim voru undir meðallagi, þegar litið er til sólarstunda, hitastigs og úrkomu, en úttekt Trausta náði þó aðeins til Reykjavíkur.Á bloggsíðu sinni árið 2013 benti Trausti á að á sumardeginum fyrsta árið 1974 var lægsta lágmark á landinu öllu 3,5 stig. Hvergi fraus í byggðum en þetta var eitt hagstæðasta sumar á Suðurlandi um langt árabil. Tveimur árum síðar var einni frostlaust um land allt á aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Var það óminnilega hagstætt sumar um landið norðan- og austanvert – en mikið rigningasumar syðra. Þá nefndi hann að gaddfrost var í Reykjavík aðfaranótt sumardagsins fyrsta árið 1983 á undan versta sumri sem um getur þar um slóðir. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti er á morgun og útlit fyrir að sumar og vetur frjósi saman, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Samkvæmt þjóðtrú boðar það gott sumar ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta en áður fyrr var túlkunin á góðu sumri sú ef nyt búpenings yrði góð. Í seinni tíð hefur þessari þjóðtrú vanalegt fylgt óskhyggja um hlýtt og gott sumar en veðurfræðingurinn Trausti Jónsson hefur bent á að lítil fylgni er á milli þess að hlýtt sumar komi í kjölfar þess að vetur og sumar frjósi saman. Sagði hann söguna sýna að þvert á móti væri fremur von á köldu sumri ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta. Í útvarpsfrétt Bylgjunnar frá sumardeginum fyrsta í fyrra var vitnað í Trausta sem sagði að frá 1922 hafi það gerst í 33 skipti að vetur og sumar frjósi saman. 20 sumur af þeim voru undir meðallagi, þegar litið er til sólarstunda, hitastigs og úrkomu, en úttekt Trausta náði þó aðeins til Reykjavíkur.Á bloggsíðu sinni árið 2013 benti Trausti á að á sumardeginum fyrsta árið 1974 var lægsta lágmark á landinu öllu 3,5 stig. Hvergi fraus í byggðum en þetta var eitt hagstæðasta sumar á Suðurlandi um langt árabil. Tveimur árum síðar var einni frostlaust um land allt á aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Var það óminnilega hagstætt sumar um landið norðan- og austanvert – en mikið rigningasumar syðra. Þá nefndi hann að gaddfrost var í Reykjavík aðfaranótt sumardagsins fyrsta árið 1983 á undan versta sumri sem um getur þar um slóðir.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira