Forsætisráðherra boðar stjórnarandstöðuna til fundar á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 19:17 Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Sjá meira