Forsætisráðherra boðar stjórnarandstöðuna til fundar á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 19:17 Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira