Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 22. apríl 2016 09:00 Fjölnismenn spiluðu vel í fyrra. vísir/valli Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði í fyrra. Eftir skemmtilegt en þrískipt sumar í Grafarvoginum á síðustu leiktíð jafnaði Fjölnir sinn besta árangur í efstu deild frá 2008 og hafnaði í sjötta sæti. Liðið hefur nú marga lykilmenn og er spurningamerki fyrir sumarið. Þjálfari Fjölnis er Ágúst Jóhannsson en hann og Ólafur Páll Snorrason, sem var spilandi aðstoðarþjálfari í fyrra, mynda öflugt par. Ágúst hefur stýrt Fjölni frá 2011 en hann kom liðinu upp í efstu deild 2013 og jafnaði svo besta árangur liðsins í fyrra þrátt fyrir að missa lykilmenn á miðju tímabili. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Byrjunin hjá Fjölnismönnum er svona bland í poka. Þeir byrja á erfiðum útileik gegn Val á gervigrasi sem Valsmenn eru búnir að æfa á í allan vetur og svo í fjórðu umferð er það heimsókn til Íslandsmeistaranna. Þar inn á milli eru heimaleikir gegn ÍBV og nýliðum Ólsara sem Grafarvogsliðið á að geta unnið sem og ferð á Skagann þar sem Fjölni leið að minnsta kosti vel í fyrra. 01. maí: Valur – Fjölnir, Valsvöllur 07. maí: Fjölnir – ÍBV, Fjölnisvöllur 12. maí: ÍA – Fjölnir, Norðurálsvöllurinn 16. maí: FH – Fjölnir, Kaplakrikavöllur 22. maí: Fjölnir – Víkingur Ó., FjölnisvöllurDaniel Ivanovski, Guðmundur Karl Guðmundsson og Þórir Guðjónssonvísir/valli/vilhelm/pjeturÞRÍR SEM FJÖLNIR TREYSTIR ÁDaniel Ivanovski: Makedóníumaðurinn í miðju varnarinnar var frábær fyrri hluta tímabils í fyrra þangað til hann yfirgaf Grafarvoginn og bar við persónulegum ástæðum. Til allrar hamingju fyrir Fjölni er hann kominn aftur enda var liðið einnig búið að missa Bergsvein Ólafsson. Ivanovski verður að spila jafnvel og í fyrra ef ekki betur og vera sá leiðtogi sem hann var í varnarleiknum.Guðmundur Karl Guðmundsson: Gummi Kalli er ekki stærsta nafnið í deildinni og ekki einu sinni í Fjölnisliðinu. Það fer lítið fyrir þessum annars fjölhæfa leikmanni sem getur leyst flestar stöður en er bestur á miðjunni þar sem hann fær að spila í sumar. Líkamlega sterkur, góður sendingamaður og lúmskt góður skotmaður þegar hann nálgast markið. Vegna brotthvarfs lykilmanna þurfa strákar eins og Guðmundur að stíga upp.Þórir Guðjónsson: Þórir fann sig sem framherji á síðustu leiktíð og raðaði inn mörkum fyrri hluta móts. Hann skoraði fimm af sjö mörkum sínum í fyrri umferðinni en slakaði verulega á eftir meiðsli sem hann varð fyrir um mitt sumar. Þórir þarf að halda áfram að skora og bæta sig því þetta Fjölnislið með öllum þeim breytingum sem það hefur orðið fyrir þarf á því að halda.Martin Lund Pedersen var fyrsti erlendi leikmaðurinn sem kom.vísir/stefánMARKAÐURINNKomnir: Daniel Ivanovski Igor Jugovic frá Króatíu Tobias Salquist frá Danmörku Marcus Solberg frá Danmörku Martin Lund Pedersen frá Danmörku Mario Tadejevic frá Króatíu Jónatan Hróbjartsson frá ÍRFarnir: Aron Sigurðarson til Tromsö Bergsveinn Ólafsson í FH Kennie Chopart í KR Ragnar Leósson í HK Jonatan Neftali Mark Magee til Stratford Veturinn byrjaði ekki vel fyrir FH þegar fyrirliðinn, miðvörðurinn og leiðtoginn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka næsta skref á ferlinum og semja við Íslandsmeistara FH. Þetta er alltaf hættan þegar minni liðum gengur vel. Hákarlarnir verða alltaf svangir á veturna. Aron Sigurðarson fór svo í atvinnumennsku sem var jafnvel enn meiri missir. Þetta var ekki það eina því Kennie Chopart, sem fór á kostum eftir að koma í Grafarvoginn seinni hluta sumars, fór í KR og Ragnar Leósson, sem átti marga góða leiki í fyrra, tók skrefið niður í 1. deildina til HK. Þá voru góð ráð dýr í Grafarvoginum og fóru menn að safna erlendum leikmönnum sem við þekkjum ekki nema Ivanovski. Sumarið hjá Fjölni verður mikið útlendingalottó. Fjölnir fékk til sín sex erlenda leikmenn. Þetta er allt öðruvísi Fjölnislið en hefur sést undanfarin ár og verður fróðlegt að sjá hvernig Ágúst og Ólafur Páll spila úr þessu.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu og er í raun erfiðast að spá fyrir um gengi Fjölnis af öllum liðunum. Liðið hefur fengið fjöldann allan af erlendum leikmönnum sem við þekkjum ekki fyrir utan Ivanovski sem er þekkt stært í Pepsi-deildinni. Eftir brotthvarf Bergsveins Ólafssonar er lykilatriði að hann spili jafnvel og í fyrra. Eftir að Aron Sigurðarson hvarf á braut mæðir enn meira á strákum eins og Þórir Guðjónssyni og Guðmundi Karli. Þeir og aðrir þurfa að stíga upp eftir þennan mikla missi frá síðasta tímabili.Ágúst Þór Gylfason hefur gert flotta hluti í Grafarvoginum.vísir/pjeturÞað sem við vitum um Fjölni er... að þrátt fyrir breytingarnar á liðinu sýndi þjálfarateymið í fyrra að það getur brugðist við í allskonar aðstæðum. Risapóstar sem voru lyklar í varnar- og sóknarleik eru þó farnir. Þórir Guðjónsson getur skorað mörk og þegar hann er heill á líkama á sál er Þórður Ingason með betri markvörðum deildarinnar.Spurningamerkin eru... helst erlendu leikmennirnir. Kjarninn í Fjölnisliðinu undanfarin ár hefur meira og minna verið heimamenn og enn eru mikið af heimastrákum í liðinu. Fjölnismenn eru þó ekki vanir að hafa svona marga erlenda leikmenn og verður sem fyrr segir áhugavert að sjá hvernig þjálfarateymið býr til nánast nýtt lið eftir að fimm byrjunarliðsmenn fóru annað í vetur.Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, verður á sínum stað í sumar.vísir/anton brinkÍ BESTA FALLI: Nær nýja miðvarðaparið vel saman og Þórður Ingason spilar eins og hann best getur. Þórir Guðjónsson raðar ekki bara inn mörkum í fyrri umferðinni og aðrir spilarar eins og Guðmundur Karl og sérstaklega hinn bráðefnilegi Viðar Ari Jónsson taka sinn leik á næsta þrep. Erlendur leikmennirnir verða flestir hverjir góðir en gangi þetta allt upp getur Fjölnir aftur gert atlögu að sæti í efri hlutanum.Í VERSTA FALLI: Klikka flestir af erlendum leikmönnunum en þeir hafa þó flestir verið hér í nokkra mánuði og eru að komast í takt við liðið. Það vantar galdra í sóknarleikinn eftir missi Arons og heildarbragurinn og leiðtogahæfnin hverfur með brotthvarfi Bergsveins úr vörninni. Sumarið getur verið fljótt að fara í hundana byrji liðið ekki vel og Grafarvogsbúar hætta að mæta á völlinn eins og þeir eiga til að gera. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði í fyrra. Eftir skemmtilegt en þrískipt sumar í Grafarvoginum á síðustu leiktíð jafnaði Fjölnir sinn besta árangur í efstu deild frá 2008 og hafnaði í sjötta sæti. Liðið hefur nú marga lykilmenn og er spurningamerki fyrir sumarið. Þjálfari Fjölnis er Ágúst Jóhannsson en hann og Ólafur Páll Snorrason, sem var spilandi aðstoðarþjálfari í fyrra, mynda öflugt par. Ágúst hefur stýrt Fjölni frá 2011 en hann kom liðinu upp í efstu deild 2013 og jafnaði svo besta árangur liðsins í fyrra þrátt fyrir að missa lykilmenn á miðju tímabili. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Byrjunin hjá Fjölnismönnum er svona bland í poka. Þeir byrja á erfiðum útileik gegn Val á gervigrasi sem Valsmenn eru búnir að æfa á í allan vetur og svo í fjórðu umferð er það heimsókn til Íslandsmeistaranna. Þar inn á milli eru heimaleikir gegn ÍBV og nýliðum Ólsara sem Grafarvogsliðið á að geta unnið sem og ferð á Skagann þar sem Fjölni leið að minnsta kosti vel í fyrra. 01. maí: Valur – Fjölnir, Valsvöllur 07. maí: Fjölnir – ÍBV, Fjölnisvöllur 12. maí: ÍA – Fjölnir, Norðurálsvöllurinn 16. maí: FH – Fjölnir, Kaplakrikavöllur 22. maí: Fjölnir – Víkingur Ó., FjölnisvöllurDaniel Ivanovski, Guðmundur Karl Guðmundsson og Þórir Guðjónssonvísir/valli/vilhelm/pjeturÞRÍR SEM FJÖLNIR TREYSTIR ÁDaniel Ivanovski: Makedóníumaðurinn í miðju varnarinnar var frábær fyrri hluta tímabils í fyrra þangað til hann yfirgaf Grafarvoginn og bar við persónulegum ástæðum. Til allrar hamingju fyrir Fjölni er hann kominn aftur enda var liðið einnig búið að missa Bergsvein Ólafsson. Ivanovski verður að spila jafnvel og í fyrra ef ekki betur og vera sá leiðtogi sem hann var í varnarleiknum.Guðmundur Karl Guðmundsson: Gummi Kalli er ekki stærsta nafnið í deildinni og ekki einu sinni í Fjölnisliðinu. Það fer lítið fyrir þessum annars fjölhæfa leikmanni sem getur leyst flestar stöður en er bestur á miðjunni þar sem hann fær að spila í sumar. Líkamlega sterkur, góður sendingamaður og lúmskt góður skotmaður þegar hann nálgast markið. Vegna brotthvarfs lykilmanna þurfa strákar eins og Guðmundur að stíga upp.Þórir Guðjónsson: Þórir fann sig sem framherji á síðustu leiktíð og raðaði inn mörkum fyrri hluta móts. Hann skoraði fimm af sjö mörkum sínum í fyrri umferðinni en slakaði verulega á eftir meiðsli sem hann varð fyrir um mitt sumar. Þórir þarf að halda áfram að skora og bæta sig því þetta Fjölnislið með öllum þeim breytingum sem það hefur orðið fyrir þarf á því að halda.Martin Lund Pedersen var fyrsti erlendi leikmaðurinn sem kom.vísir/stefánMARKAÐURINNKomnir: Daniel Ivanovski Igor Jugovic frá Króatíu Tobias Salquist frá Danmörku Marcus Solberg frá Danmörku Martin Lund Pedersen frá Danmörku Mario Tadejevic frá Króatíu Jónatan Hróbjartsson frá ÍRFarnir: Aron Sigurðarson til Tromsö Bergsveinn Ólafsson í FH Kennie Chopart í KR Ragnar Leósson í HK Jonatan Neftali Mark Magee til Stratford Veturinn byrjaði ekki vel fyrir FH þegar fyrirliðinn, miðvörðurinn og leiðtoginn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka næsta skref á ferlinum og semja við Íslandsmeistara FH. Þetta er alltaf hættan þegar minni liðum gengur vel. Hákarlarnir verða alltaf svangir á veturna. Aron Sigurðarson fór svo í atvinnumennsku sem var jafnvel enn meiri missir. Þetta var ekki það eina því Kennie Chopart, sem fór á kostum eftir að koma í Grafarvoginn seinni hluta sumars, fór í KR og Ragnar Leósson, sem átti marga góða leiki í fyrra, tók skrefið niður í 1. deildina til HK. Þá voru góð ráð dýr í Grafarvoginum og fóru menn að safna erlendum leikmönnum sem við þekkjum ekki nema Ivanovski. Sumarið hjá Fjölni verður mikið útlendingalottó. Fjölnir fékk til sín sex erlenda leikmenn. Þetta er allt öðruvísi Fjölnislið en hefur sést undanfarin ár og verður fróðlegt að sjá hvernig Ágúst og Ólafur Páll spila úr þessu.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu og er í raun erfiðast að spá fyrir um gengi Fjölnis af öllum liðunum. Liðið hefur fengið fjöldann allan af erlendum leikmönnum sem við þekkjum ekki fyrir utan Ivanovski sem er þekkt stært í Pepsi-deildinni. Eftir brotthvarf Bergsveins Ólafssonar er lykilatriði að hann spili jafnvel og í fyrra. Eftir að Aron Sigurðarson hvarf á braut mæðir enn meira á strákum eins og Þórir Guðjónssyni og Guðmundi Karli. Þeir og aðrir þurfa að stíga upp eftir þennan mikla missi frá síðasta tímabili.Ágúst Þór Gylfason hefur gert flotta hluti í Grafarvoginum.vísir/pjeturÞað sem við vitum um Fjölni er... að þrátt fyrir breytingarnar á liðinu sýndi þjálfarateymið í fyrra að það getur brugðist við í allskonar aðstæðum. Risapóstar sem voru lyklar í varnar- og sóknarleik eru þó farnir. Þórir Guðjónsson getur skorað mörk og þegar hann er heill á líkama á sál er Þórður Ingason með betri markvörðum deildarinnar.Spurningamerkin eru... helst erlendu leikmennirnir. Kjarninn í Fjölnisliðinu undanfarin ár hefur meira og minna verið heimamenn og enn eru mikið af heimastrákum í liðinu. Fjölnismenn eru þó ekki vanir að hafa svona marga erlenda leikmenn og verður sem fyrr segir áhugavert að sjá hvernig þjálfarateymið býr til nánast nýtt lið eftir að fimm byrjunarliðsmenn fóru annað í vetur.Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, verður á sínum stað í sumar.vísir/anton brinkÍ BESTA FALLI: Nær nýja miðvarðaparið vel saman og Þórður Ingason spilar eins og hann best getur. Þórir Guðjónsson raðar ekki bara inn mörkum í fyrri umferðinni og aðrir spilarar eins og Guðmundur Karl og sérstaklega hinn bráðefnilegi Viðar Ari Jónsson taka sinn leik á næsta þrep. Erlendur leikmennirnir verða flestir hverjir góðir en gangi þetta allt upp getur Fjölnir aftur gert atlögu að sæti í efri hlutanum.Í VERSTA FALLI: Klikka flestir af erlendum leikmönnunum en þeir hafa þó flestir verið hér í nokkra mánuði og eru að komast í takt við liðið. Það vantar galdra í sóknarleikinn eftir missi Arons og heildarbragurinn og leiðtogahæfnin hverfur með brotthvarfi Bergsveins úr vörninni. Sumarið getur verið fljótt að fara í hundana byrji liðið ekki vel og Grafarvogsbúar hætta að mæta á völlinn eins og þeir eiga til að gera.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00