Erlent

Einn árásarmannanna var fangavörður ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Enn er leitað að árásarmanninum lengst til hægri.
Enn er leitað að árásarmanninum lengst til hægri. Vísir/AFP
Einn árásarmannanna í Brussel var fangavörður í Sýrlandi. Hann hélt fjórum frönskum blaðamönnum í gíslingu í Sýrlandi árin 2013 og 14. Najim Laachraoui, sem var þekktur sem Abou Idriss í Sýrlandi sprengdi sig í loft upp á Zaventem flugvellinum í Brussel í byrjun mánaðarins. Einnig hefur komið í ljós að hann vann áður í um fimm ár á flugvellinum.

Najim Laachraoui.Vísir/AFP
Hann var menntaður sem rafmagnsverkfræðingur og er grunaður um að hafa gert sprengjurnar sem notaðar voru bæði í Brussel og í París í fyrra.

Samkvæmt lögmanni blaðamannanna sem voru í gíslingu ISIS var Laachraoui ekki sá eini sem vaktaði þá. Með honum var Mehdi Nemmouche, sem sakaður er um að hafa myrt fjóra í safni gyðinga í Brussel árið 2014.

Bæði Laachraoui og Nemmouche hættu að vakta gíslana í janúar 2014. Blaðamennirnir voru handsamaðir í júní 2013 en sleppt í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×