Conor McGregor „kvaddi“ UFC með flöskuborði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 14:29 Daníel Örn og fleiri fengu mynd af sér með Conor á Vegamótum á miðvikudagskvöldið. Bardagakappinn Conor McGregor og félagar hans í bardagaíþróttafélaginu Mjölni voru heldur betur í gírnum á miðvikudagskvöldið. Í annað skiptið á þremur dögum var viðkomustaður írska bardagakappans skemmtistaðurinn Vegamót en hann snæddi þar á mánudagsskvöldið eins og Vísir greindi frá. Conor virtist í góðu stuði á mánudagskvöldið, gaf sig á tal við aðdáendur í miðbænum og hringsólaði í kringum einn þeirra og vísaði í lag með Kanye West. Sólarhring síðar tilkynnti hann að hann væri hættur í UFC. Uppi var fótur og fit í UFC-heiminum og sýndist sitt hverjum. Töldu margir að fregnunum ætti að taka með fyrirvara. Dana White, eigandi UFC, dró Conor út úr UFC-200 bardagakvöldinu og sagði Conor hafa neitað að mæta til Las Vegas í kynningarskyni á laugardaginn. Þeir Dana og Conor eiga greinilega ýmislegt órætt og ekki öll kurl komin til grafar. Í miðri hringavitleysunni skellti Conor McGregor sér með Jóni Viðar Arnþórssyni og fleiri félögum á Vegamót. Hópurinn lyfti sér upp og pantaði flöskuborð. Með flöskuborði er átt við að greidd er tiltölulega há greiðsla fyrir borð á góðum stað sem með fylgja flöskur af sterku áfengi og drykkjum til að blanda með. Síðan hefur Conor sent UFC skýr skilaboð. Hann er tilbúinn að berjast en vill ekki þurfa að taka jafn mikinn þátt og áður í að kynna UFC. MMA Tengdar fréttir Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan. 21. apríl 2016 15:22 Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu. 21. apríl 2016 15:02 Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið. 22. apríl 2016 07:27 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor og félagar hans í bardagaíþróttafélaginu Mjölni voru heldur betur í gírnum á miðvikudagskvöldið. Í annað skiptið á þremur dögum var viðkomustaður írska bardagakappans skemmtistaðurinn Vegamót en hann snæddi þar á mánudagsskvöldið eins og Vísir greindi frá. Conor virtist í góðu stuði á mánudagskvöldið, gaf sig á tal við aðdáendur í miðbænum og hringsólaði í kringum einn þeirra og vísaði í lag með Kanye West. Sólarhring síðar tilkynnti hann að hann væri hættur í UFC. Uppi var fótur og fit í UFC-heiminum og sýndist sitt hverjum. Töldu margir að fregnunum ætti að taka með fyrirvara. Dana White, eigandi UFC, dró Conor út úr UFC-200 bardagakvöldinu og sagði Conor hafa neitað að mæta til Las Vegas í kynningarskyni á laugardaginn. Þeir Dana og Conor eiga greinilega ýmislegt órætt og ekki öll kurl komin til grafar. Í miðri hringavitleysunni skellti Conor McGregor sér með Jóni Viðar Arnþórssyni og fleiri félögum á Vegamót. Hópurinn lyfti sér upp og pantaði flöskuborð. Með flöskuborði er átt við að greidd er tiltölulega há greiðsla fyrir borð á góðum stað sem með fylgja flöskur af sterku áfengi og drykkjum til að blanda með. Síðan hefur Conor sent UFC skýr skilaboð. Hann er tilbúinn að berjast en vill ekki þurfa að taka jafn mikinn þátt og áður í að kynna UFC.
MMA Tengdar fréttir Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan. 21. apríl 2016 15:22 Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu. 21. apríl 2016 15:02 Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið. 22. apríl 2016 07:27 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan. 21. apríl 2016 15:22
Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu. 21. apríl 2016 15:02
Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið. 22. apríl 2016 07:27