Jafnari deild en síðustu ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2016 06:00 FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í sjöunda sinn í fyrra. vísir/þórdís FH verður Íslandsmeistari annað árið í röð og í áttunda skiptið alls ef marka má spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Pepsi-deild karla. Tímabilið hefst á sunnudag. Það kemur Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða FH-inga, ekki á óvart að ríkjandi Íslandsmeisturum sé spáð áframhaldandi velgengni. „Við erum þar fyrir utan vanir því að vera spáð einu af efstu sætunum og það á ekki að hafa áhrif á okkur,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Það má þó búast við að önnur lið veiti FH samkeppni um titilinn og fleiri lið sem mæta sterkari til leiks nú en oft áður, eins og Davíð bendir á. „KR er með mjög gott lið eins og alltaf og þá mætir Stjarnan til leiks með virkilega öflugt lið. Sama má segja um lið eins og Breiðablik, Val og Víking. Þetta verður mjög jöfn deild í ár. Hún var ekki ójöfn í fyrra en ég held að hún verði enn jafnari í ár.“Alvöru leikir gegn Leikni Hann bendir á að Leiknismenn, sem féllu úr Pepsi-deildinni í haust, hafi náð að gefa FH-ingum tvo mjög erfiða leiki síðasta sumar. „Munurinn er alltaf á minnka á milli liðanna. Líkamlegt form leikmanna er betra en áður og þjálfun sömuleiðis. Maður sér líka þegar við í FH erum að spila Evrópuleiki. Í dag á maður alltaf séns. Þannig var það ekki fyrir 5-6 árum.“ Davíð segir að tilfinningin á þessum árstíma sé alltaf sú sama. Tilhlökkunin mikil og menn orðnir óþreyjufullir – vilja einfaldlega fá að byrja að spila alvörufótbolta eftir allt of langt undirbúningstímabil. „Þessar síðustu 2-3 vikur geta verið erfiðar. En okkar undirbúningi miðar vel og þetta er svipað og verið hefur. Við erum að gera okkur tilbúna – fínpússa síðustu atriði og vera klárir fyrir fyrsta leik.“Fleiri gervigraslið Liðum sem spila á gervigrasi hefur fjölgað úr einu (Stjarnan) í þrjú (Þróttur og Valur) á einu ári. Öll þessi þrjú lið eiga heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar sem verður leikin á sunnudag og mánudag. „Ég er ekki brjálaður aðdáandi gervigrasvalla en við spiluðum á Valsvellinum um daginn og hann er frábær. „Það sem skiptir miklu máli er að það er vökvunarkerfi sem þýðir að það er hægt að bleyta völlinn fyrir leik og í hálfleik. Það breytir miklu,“ segir Davíð Þór sem segir að viðhald gervigrasvalla sé mikilvægt. „Ef þeim er vel haldið við finnst mér ekkert að því að lið spili á gervigrasi. Það hefur vantað á Íslandi almennt. En þú færð mig aldrei til að segja að ég myndi frekar vilja spila á gervigrasi en náttúrulegu grasi. Við viljum venjulegt gras í okkar klúbbi og ég er talsmaður þess.“Byggja upp sjálfstraust Það er spilað þétt fyrstu vikur mótsins þar sem deildin fer að stærstum hluta í frí á meðan EM í Frakklandi stendur í júní. Fyrirliði FH-inga segir það ekki breyta miklu. „Þó svo að það sé spilað þéttar þá breytir það ekki að mestu máli skiptir að byrja vel og byggja upp sjálfstraust – að senda skilaboð til annarra liða. Það er mikið undir í fyrstu umferðunum eins og alltaf,“ sagði Davíð Þór.Opnunarleikur Pepsi-deildarinnar, viðureign Þróttar og FH á Þróttarvelli á sunnudag klukkan 16.00, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Alls verða þrjár beinar útsendingar frá leikjum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla Ríkjandi meistarar verja titilinn og verða meistarar í áttunda sinn samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna. 28. apríl 2016 12:31 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
FH verður Íslandsmeistari annað árið í röð og í áttunda skiptið alls ef marka má spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Pepsi-deild karla. Tímabilið hefst á sunnudag. Það kemur Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða FH-inga, ekki á óvart að ríkjandi Íslandsmeisturum sé spáð áframhaldandi velgengni. „Við erum þar fyrir utan vanir því að vera spáð einu af efstu sætunum og það á ekki að hafa áhrif á okkur,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Það má þó búast við að önnur lið veiti FH samkeppni um titilinn og fleiri lið sem mæta sterkari til leiks nú en oft áður, eins og Davíð bendir á. „KR er með mjög gott lið eins og alltaf og þá mætir Stjarnan til leiks með virkilega öflugt lið. Sama má segja um lið eins og Breiðablik, Val og Víking. Þetta verður mjög jöfn deild í ár. Hún var ekki ójöfn í fyrra en ég held að hún verði enn jafnari í ár.“Alvöru leikir gegn Leikni Hann bendir á að Leiknismenn, sem féllu úr Pepsi-deildinni í haust, hafi náð að gefa FH-ingum tvo mjög erfiða leiki síðasta sumar. „Munurinn er alltaf á minnka á milli liðanna. Líkamlegt form leikmanna er betra en áður og þjálfun sömuleiðis. Maður sér líka þegar við í FH erum að spila Evrópuleiki. Í dag á maður alltaf séns. Þannig var það ekki fyrir 5-6 árum.“ Davíð segir að tilfinningin á þessum árstíma sé alltaf sú sama. Tilhlökkunin mikil og menn orðnir óþreyjufullir – vilja einfaldlega fá að byrja að spila alvörufótbolta eftir allt of langt undirbúningstímabil. „Þessar síðustu 2-3 vikur geta verið erfiðar. En okkar undirbúningi miðar vel og þetta er svipað og verið hefur. Við erum að gera okkur tilbúna – fínpússa síðustu atriði og vera klárir fyrir fyrsta leik.“Fleiri gervigraslið Liðum sem spila á gervigrasi hefur fjölgað úr einu (Stjarnan) í þrjú (Þróttur og Valur) á einu ári. Öll þessi þrjú lið eiga heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar sem verður leikin á sunnudag og mánudag. „Ég er ekki brjálaður aðdáandi gervigrasvalla en við spiluðum á Valsvellinum um daginn og hann er frábær. „Það sem skiptir miklu máli er að það er vökvunarkerfi sem þýðir að það er hægt að bleyta völlinn fyrir leik og í hálfleik. Það breytir miklu,“ segir Davíð Þór sem segir að viðhald gervigrasvalla sé mikilvægt. „Ef þeim er vel haldið við finnst mér ekkert að því að lið spili á gervigrasi. Það hefur vantað á Íslandi almennt. En þú færð mig aldrei til að segja að ég myndi frekar vilja spila á gervigrasi en náttúrulegu grasi. Við viljum venjulegt gras í okkar klúbbi og ég er talsmaður þess.“Byggja upp sjálfstraust Það er spilað þétt fyrstu vikur mótsins þar sem deildin fer að stærstum hluta í frí á meðan EM í Frakklandi stendur í júní. Fyrirliði FH-inga segir það ekki breyta miklu. „Þó svo að það sé spilað þéttar þá breytir það ekki að mestu máli skiptir að byrja vel og byggja upp sjálfstraust – að senda skilaboð til annarra liða. Það er mikið undir í fyrstu umferðunum eins og alltaf,“ sagði Davíð Þór.Opnunarleikur Pepsi-deildarinnar, viðureign Þróttar og FH á Þróttarvelli á sunnudag klukkan 16.00, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Alls verða þrjár beinar útsendingar frá leikjum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla Ríkjandi meistarar verja titilinn og verða meistarar í áttunda sinn samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna. 28. apríl 2016 12:31 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla Ríkjandi meistarar verja titilinn og verða meistarar í áttunda sinn samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna. 28. apríl 2016 12:31