„Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 11:29 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira