Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - ÍA 4-0 | Eyjamenn byrjuðu mótið með látum Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. maí 2016 19:45 Avni Pepa, fyrirliði ÍBV. Vísir/Andri Marinó ÍBV byrjaði tímabilið undir stjórn Bjarna Jóhannssonar af krafti með 4-0 sigri á ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag en eftir fyrsta mark Eyjamanna í leiknum voru úrslitin aldrei í hættu. Eyjamenn komust 3-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Simon Smidt, Aroni Bjarnasyni og Sindra Snæ Magnússyni en mörkin voru keimlík eftir skyndisókn upp vinstri kantinn. Eyjamenn voru sáttir með stöðuna í seinni hálfleik, settust aftar á völlinn og beittu skyndisóknum. Nýjasti liðsmaður ÍBV, Charles Vernam, kom inn af bekknum og skoraði síðasta mark leiksins skömmu fyrir leikslok þegar hann lék þá á þrjá varnarmenn áður en hann renndi boltanum í netið. Eyjamenn sem tóku öll völd á vellinum eftir fyrsta markið fögnuðu að lokum öruggum 4-0 sigri en með sigrinum skaust ÍBV upp í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í bili.Af hverju vann ÍBV?Skagamenn réðu einfaldlega ekki við hraðar skyndisóknir heimamanna og voru Eyjamenn nær því að bæta við marki heldur en Skagamenn. Varnarlínan hélt vel skipulagi og gáfu varnarmenn ÍBV Garðari Gunnlaugssyni og Martin Hummervoll engan frið í leiknum. Fyrir aftan varnarlínuna náði Derby að ráða við allar fyrirgjafir Skagamanna framan af og neyddust Skagamenn til þess að reyna að breyta til leikskipulaginu án árangurs. Vendipunkturinn var þegar Sindri Snær skoraði þriðja mark ÍBV en markið virtist draga kjarkinn úr Skagamönnum í fyrri hálfleik. Náðu leikmenn liðsins ekki að nýta sér það að leika undan vindi í seinni hálfleik.Þessir stóðu upp úr Eyjamenn geta verið sáttir með spilamennsku nýju leikmannana en varamennirnir Charles Vernam og Mikkel Jakobsen komu sprækir inn af bekknum hjá ÍBV. Þá sýndi Derby Carrillo að hann mun nýtast liðinu vel sem markvörður en einnig í sókn með frábærum spyrnum og útköstum. Það var hinsvegar Aron Bjarnason sem var besti leikmaður vallarins í dag en kantmaðurinn reyndist Skagamönnum afar erfiður. Lagði hann upp eitt og skoraði annað sjálfur en liðsfélagar hans hefðu hæglega getað bætt við mörkum eftir hættulegar sendingar hans af kantinum.Hvað gekk illa? Skagamenn hljóta að vera áhyggjufullir yfir því hversu illa liðinu gekk að skapa sér færi þegar leikplanið var ekki að ganga upp. Eggert Kári Karlsson kom sprækur inn af bekknum hjá gestunum en Skagamenn þurfa meira frá mönnum eins og Martin Hummervold.Hvað gerist næst? Næsti leikur Skagamanna verður ekki auðveldari en þá mæta þeir í heimsókn til Íslandsmeistaranna í Kaplakrika. Verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu gengur að stöðva liðið sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum í haust. Eyjamenn hljóta hinsvegar að vera spenntir fyrir því hvort liðinu taki að leika eftir frammistöðuna í dag en ef liðinu tekst að fylgja eftir þessari spilamennsku er aldrei að vita hvar liðið verður að berjast í haust.Bjarni: Lögðum upp með að sækja hratt „Þetta er auðvitað bara frábært. Stemmingin í liðinu var til fyrirmyndar og hún skilaði sér inn á völlinn. Við klárum þennan leik af krafti,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sigurreifur að leikslokum eftir 4-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. „Við vorum voðalega mismunandi á undirbúningstímabilinu, við áttum slæma tíma en það hefur verið mikill uppgangur í spilamennsku liðsins undanfarnar vikur.“ Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins en eftir fyrsta mark ÍBV tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. „Þetta var frábær kafli hjá okkur þar sem hlutirnir voru að ganga vel hjá okkur. Þeir voru full framarlega á vellinum og við náðum að nýta okkur það vel. Hlutirnir voru að detta algjörlega okkar megin þá og við náðum að fylgja því eftir með þremur mörkum.“ Derby Carrillo kom af krafti inn í mark Eyjamanna í dag en ÍBV fékk nokkrar skyndisóknir eftir útköstin hans. Þá var hann eins og hershöfðingi inn í eigin vítateig. „Við lögðum upp með að sækja hratt, sama hvar það kæmi. Hann er flottur karakter og hefur því miður ekki verið mikið með okkur undanfarin en hann og Charlie komu inn í þetta af krafti og byrja vel í ÍBV-treyjunni.“Gunnlaugur: Vantaði meiri neista og sannfæringu „Þú getur allavegana talað um ansi vonda byrjun,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort rétt væri að tala um martraðabyrjun á Pepsi-deildinni eftir 0-4 tap gegn ÍBV í fyrstu umferð. „Við byrjuðum leikinn ágætlega og fáum ágætis færi fyrstu mínúturnar en við náðum aldrei að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir. Við áttum í erfiðleikum með að vinna okkur aftur inn í leikinn og þeir náðu að bæta við mörkum.“ Gunnlaugur sagði að það hefði verið pirrandi að horfa upp á mörk Eyjamanna af bekknum sem gamall miðvörður. „Fyrstu þrjú mörkin eru keimlík, þeir sækja hratt á okkur eftir fast leikatriði hjá okkur og við vorum einfaldlega of seinir til baka. Þetta voru ódýr mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir,“ sagði Gunnlaugur sem sagðist hafa áhyggjur af því hversu illa liðinu gekk að ráða við hraða sóknarmenn ÍBV í dag. „Við vorum einfaldlega hægir í fyrstu skrefunum og þeir voru greinilega búnir að undirbúa þetta vel, markvörðurinn vissi nákvæmlega hvert hann átti að koma boltanum. Við verðum að skoða þetta betur til að sjá hvað fór úrskeiðis en það er óþolandi að fá á sig þrjú ódýr mörk.“ Skagamönnum gekk illa að skapa færi gegn afar öflugri varnarlínu Eyjamanna. „Við áttum í erfiðleikum með að skapa færi, við fengum nokkur hálf færi en náðum aldrei að láta reyna á markmanninn þeirra. Það vantaði einhvern neista og meiri sannfæringu á bak við þetta en við verðum að horfa fram á við.“ Gunnlaugur sagðist ekki geta tekið margt jákvætt inn í næsta leik sem á heimavelli Íslandsmeistaranna í Kaplakrika. „Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það verkefni. Við erum að fara á erfiðasta heimavöll landsins og það helsta sem hægt er að taka úr þessum leik er hversu sprækir varamennirnir voru í dag,“ sagði Gunnlaugur hreinskilinn.Garðar: Veit ekki hvað fór úrskeiðis „Það er óhætt að segja það, þetta er klárlega ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur,“ sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, aðspurður hvort stemmingin hefði verið dauf í búningsklefa ÍA að leikslokum. „Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og ég veit hreinlega ekki hvað fór úrskeiðis hjá okkur í dag. Öll þrjú mörkin eru keimlík þar sem markvörðurinn þeirra grýtir boltanum upp og við gefum þeim ódýr mörk eftir skyndisóknir,“ sagði Garðar og bætti við: „Við vorum einfaldlega ekki tilbúnir að lenda svona undir og við áttum engin svör. Við hefðum þurft að setja eitt mark í fyrri hálfleik.“ Garðar var þó ánægður með baráttuanda Skagamanna í seinni hálfleik. „Við komum inn í seinni hálfleikinn með allt annað hugarfar. Við börðumst alveg til síðustu mínútu þótt að við værum 4-0 undir og það er kannski það jákvæða sem við getum tekið úr þessum leik. Við verðum að mæta algjörlega dýrvitlausir til leiks gegn FH í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
ÍBV byrjaði tímabilið undir stjórn Bjarna Jóhannssonar af krafti með 4-0 sigri á ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag en eftir fyrsta mark Eyjamanna í leiknum voru úrslitin aldrei í hættu. Eyjamenn komust 3-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Simon Smidt, Aroni Bjarnasyni og Sindra Snæ Magnússyni en mörkin voru keimlík eftir skyndisókn upp vinstri kantinn. Eyjamenn voru sáttir með stöðuna í seinni hálfleik, settust aftar á völlinn og beittu skyndisóknum. Nýjasti liðsmaður ÍBV, Charles Vernam, kom inn af bekknum og skoraði síðasta mark leiksins skömmu fyrir leikslok þegar hann lék þá á þrjá varnarmenn áður en hann renndi boltanum í netið. Eyjamenn sem tóku öll völd á vellinum eftir fyrsta markið fögnuðu að lokum öruggum 4-0 sigri en með sigrinum skaust ÍBV upp í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í bili.Af hverju vann ÍBV?Skagamenn réðu einfaldlega ekki við hraðar skyndisóknir heimamanna og voru Eyjamenn nær því að bæta við marki heldur en Skagamenn. Varnarlínan hélt vel skipulagi og gáfu varnarmenn ÍBV Garðari Gunnlaugssyni og Martin Hummervoll engan frið í leiknum. Fyrir aftan varnarlínuna náði Derby að ráða við allar fyrirgjafir Skagamanna framan af og neyddust Skagamenn til þess að reyna að breyta til leikskipulaginu án árangurs. Vendipunkturinn var þegar Sindri Snær skoraði þriðja mark ÍBV en markið virtist draga kjarkinn úr Skagamönnum í fyrri hálfleik. Náðu leikmenn liðsins ekki að nýta sér það að leika undan vindi í seinni hálfleik.Þessir stóðu upp úr Eyjamenn geta verið sáttir með spilamennsku nýju leikmannana en varamennirnir Charles Vernam og Mikkel Jakobsen komu sprækir inn af bekknum hjá ÍBV. Þá sýndi Derby Carrillo að hann mun nýtast liðinu vel sem markvörður en einnig í sókn með frábærum spyrnum og útköstum. Það var hinsvegar Aron Bjarnason sem var besti leikmaður vallarins í dag en kantmaðurinn reyndist Skagamönnum afar erfiður. Lagði hann upp eitt og skoraði annað sjálfur en liðsfélagar hans hefðu hæglega getað bætt við mörkum eftir hættulegar sendingar hans af kantinum.Hvað gekk illa? Skagamenn hljóta að vera áhyggjufullir yfir því hversu illa liðinu gekk að skapa sér færi þegar leikplanið var ekki að ganga upp. Eggert Kári Karlsson kom sprækur inn af bekknum hjá gestunum en Skagamenn þurfa meira frá mönnum eins og Martin Hummervold.Hvað gerist næst? Næsti leikur Skagamanna verður ekki auðveldari en þá mæta þeir í heimsókn til Íslandsmeistaranna í Kaplakrika. Verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu gengur að stöðva liðið sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum í haust. Eyjamenn hljóta hinsvegar að vera spenntir fyrir því hvort liðinu taki að leika eftir frammistöðuna í dag en ef liðinu tekst að fylgja eftir þessari spilamennsku er aldrei að vita hvar liðið verður að berjast í haust.Bjarni: Lögðum upp með að sækja hratt „Þetta er auðvitað bara frábært. Stemmingin í liðinu var til fyrirmyndar og hún skilaði sér inn á völlinn. Við klárum þennan leik af krafti,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sigurreifur að leikslokum eftir 4-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. „Við vorum voðalega mismunandi á undirbúningstímabilinu, við áttum slæma tíma en það hefur verið mikill uppgangur í spilamennsku liðsins undanfarnar vikur.“ Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins en eftir fyrsta mark ÍBV tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. „Þetta var frábær kafli hjá okkur þar sem hlutirnir voru að ganga vel hjá okkur. Þeir voru full framarlega á vellinum og við náðum að nýta okkur það vel. Hlutirnir voru að detta algjörlega okkar megin þá og við náðum að fylgja því eftir með þremur mörkum.“ Derby Carrillo kom af krafti inn í mark Eyjamanna í dag en ÍBV fékk nokkrar skyndisóknir eftir útköstin hans. Þá var hann eins og hershöfðingi inn í eigin vítateig. „Við lögðum upp með að sækja hratt, sama hvar það kæmi. Hann er flottur karakter og hefur því miður ekki verið mikið með okkur undanfarin en hann og Charlie komu inn í þetta af krafti og byrja vel í ÍBV-treyjunni.“Gunnlaugur: Vantaði meiri neista og sannfæringu „Þú getur allavegana talað um ansi vonda byrjun,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort rétt væri að tala um martraðabyrjun á Pepsi-deildinni eftir 0-4 tap gegn ÍBV í fyrstu umferð. „Við byrjuðum leikinn ágætlega og fáum ágætis færi fyrstu mínúturnar en við náðum aldrei að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir. Við áttum í erfiðleikum með að vinna okkur aftur inn í leikinn og þeir náðu að bæta við mörkum.“ Gunnlaugur sagði að það hefði verið pirrandi að horfa upp á mörk Eyjamanna af bekknum sem gamall miðvörður. „Fyrstu þrjú mörkin eru keimlík, þeir sækja hratt á okkur eftir fast leikatriði hjá okkur og við vorum einfaldlega of seinir til baka. Þetta voru ódýr mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir,“ sagði Gunnlaugur sem sagðist hafa áhyggjur af því hversu illa liðinu gekk að ráða við hraða sóknarmenn ÍBV í dag. „Við vorum einfaldlega hægir í fyrstu skrefunum og þeir voru greinilega búnir að undirbúa þetta vel, markvörðurinn vissi nákvæmlega hvert hann átti að koma boltanum. Við verðum að skoða þetta betur til að sjá hvað fór úrskeiðis en það er óþolandi að fá á sig þrjú ódýr mörk.“ Skagamönnum gekk illa að skapa færi gegn afar öflugri varnarlínu Eyjamanna. „Við áttum í erfiðleikum með að skapa færi, við fengum nokkur hálf færi en náðum aldrei að láta reyna á markmanninn þeirra. Það vantaði einhvern neista og meiri sannfæringu á bak við þetta en við verðum að horfa fram á við.“ Gunnlaugur sagðist ekki geta tekið margt jákvætt inn í næsta leik sem á heimavelli Íslandsmeistaranna í Kaplakrika. „Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það verkefni. Við erum að fara á erfiðasta heimavöll landsins og það helsta sem hægt er að taka úr þessum leik er hversu sprækir varamennirnir voru í dag,“ sagði Gunnlaugur hreinskilinn.Garðar: Veit ekki hvað fór úrskeiðis „Það er óhætt að segja það, þetta er klárlega ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur,“ sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, aðspurður hvort stemmingin hefði verið dauf í búningsklefa ÍA að leikslokum. „Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og ég veit hreinlega ekki hvað fór úrskeiðis hjá okkur í dag. Öll þrjú mörkin eru keimlík þar sem markvörðurinn þeirra grýtir boltanum upp og við gefum þeim ódýr mörk eftir skyndisóknir,“ sagði Garðar og bætti við: „Við vorum einfaldlega ekki tilbúnir að lenda svona undir og við áttum engin svör. Við hefðum þurft að setja eitt mark í fyrri hálfleik.“ Garðar var þó ánægður með baráttuanda Skagamanna í seinni hálfleik. „Við komum inn í seinni hálfleikinn með allt annað hugarfar. Við börðumst alveg til síðustu mínútu þótt að við værum 4-0 undir og það er kannski það jákvæða sem við getum tekið úr þessum leik. Við verðum að mæta algjörlega dýrvitlausir til leiks gegn FH í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira