Fótbolti

Slæmar fréttir fyrir Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vincent Kompany.
Vincent Kompany. Vísir/Getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, verður ekki liði sínu á morgun í seinni leiknum á móti Paris Saint-Germain í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að Vincent Kompany verði ekki með á Etihad-leikvanginum annað kvöld.

Hinn þrítugi Vincent Kompany hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist á kálfa í marsmánuði í markalausu jafntefli Manchester City á móti Dynamo Kiev í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Hann er ekki hundrað prósent. Þetta er ekki möguleiki," sagði Manuel Pellegrini á blaðamannafundinum.

Vincent Kompany missti af fyrri leiknum sem endaði með 2-2 jafntefli á heimavelli Paris Saint-Germain.

Kompany hefur verið í vandræðum með kálfameiðsli á síðustu tímabilum en þetta er í fjórtánda sinn frá 2008 sem hann meiðist á kálfa.

Kompany mætti á opna æfingu Manchester City í gær en eftir hana var það endanlega ljóst að hann verður ekki með í þessum mikilvæga leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×