Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 11:45 Fyrst Kári Jónsson, svo Brandon Mobley og loks Hjálmar Stefánsson. Vísir/Anton Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30
Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15
Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga