Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 09:53 Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. visir/vilhelm Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita aukið fjármagn í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir þrjátíu aðila.Uppboð í dag Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag og sýnist sitt hverjum. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, segir til að mynda: „Viljum við missa eignarhald við eina vinsælustu og fallegustu náttúruperlu landins út úr landi?“ Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hans, hefur sömu áhyggjur. „Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta mál. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir þetta..“ „Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1974. Það er einstakt sökum legu sinnar nálægt sjó og hinna tilkomumiklu ísjaka sem liggja iðulega á lóninu og reka til sjávar við þjóðveginn. Lífríki þess er hins vegar lítið rannsakað, en ólíkt öðrum íslenskum jökullónum er Jökulsárlón kvikt af lífi, enda nálægð við hafið mikil. Þá eru Breiðamerkursandur og Jökulsárlón afar hentugur staður til að rannsaka jökla og jöklasögu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að enginn landeigenda á Felli byggi afkomu sína á búsetu á jörðinni og engin hefðbundin landnýting sé til staðar, enda að mestu sandar og jökulgarðar.Fjórir af tíu heimsækja lónið Bent er á að Jökulsárlón sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður á Íslandi og þangað komi yfir fjörutíu prósent þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sé rekin öflug ferðaþjónusta með hinar rómuðu bátasiglingar. Landvernd telur að best færi á því að eignarhald jarðarinnar væri hjá hinu opinbera og tekur þar með undir hugmyndir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Ef Jökulsárlón og Breiðamerkursandur væri í eigu þjóðarinnar og hluti af þjóðgarði þá væru komnar forsendur til þess að hafa þar landvörslu á heilsársgrundvelli, vernda og vakta svæðið og jafnframt fræða og mennta gesti um einstaka náttúru og lífríki svæðisins.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Sjá meira
Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita aukið fjármagn í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir þrjátíu aðila.Uppboð í dag Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag og sýnist sitt hverjum. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, segir til að mynda: „Viljum við missa eignarhald við eina vinsælustu og fallegustu náttúruperlu landins út úr landi?“ Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hans, hefur sömu áhyggjur. „Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta mál. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir þetta..“ „Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1974. Það er einstakt sökum legu sinnar nálægt sjó og hinna tilkomumiklu ísjaka sem liggja iðulega á lóninu og reka til sjávar við þjóðveginn. Lífríki þess er hins vegar lítið rannsakað, en ólíkt öðrum íslenskum jökullónum er Jökulsárlón kvikt af lífi, enda nálægð við hafið mikil. Þá eru Breiðamerkursandur og Jökulsárlón afar hentugur staður til að rannsaka jökla og jöklasögu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að enginn landeigenda á Felli byggi afkomu sína á búsetu á jörðinni og engin hefðbundin landnýting sé til staðar, enda að mestu sandar og jökulgarðar.Fjórir af tíu heimsækja lónið Bent er á að Jökulsárlón sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður á Íslandi og þangað komi yfir fjörutíu prósent þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sé rekin öflug ferðaþjónusta með hinar rómuðu bátasiglingar. Landvernd telur að best færi á því að eignarhald jarðarinnar væri hjá hinu opinbera og tekur þar með undir hugmyndir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Ef Jökulsárlón og Breiðamerkursandur væri í eigu þjóðarinnar og hluti af þjóðgarði þá væru komnar forsendur til þess að hafa þar landvörslu á heilsársgrundvelli, vernda og vakta svæðið og jafnframt fræða og mennta gesti um einstaka náttúru og lífríki svæðisins.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Sjá meira