Kolbeinn sagður óvinsæll á meðal samherja sinna og að spara sig fyrir EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2016 12:32 Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í Nantes. vísir/afp Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira