Innlent

Erindisbréfi til aðstoðarmanna ráðherra breytt vegna lekamálsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Leiðbeinandi erindisbréfi sem forsætisráðuneytið gefur út til handa aðstoðarmönnum ráðherra hefur verið breytt í kjölfar ábendinga Umboðsmanns Alþingis í lekamálinu svokallaða.
Leiðbeinandi erindisbréfi sem forsætisráðuneytið gefur út til handa aðstoðarmönnum ráðherra hefur verið breytt í kjölfar ábendinga Umboðsmanns Alþingis í lekamálinu svokallaða. Vísir/Stefán
Leiðbeinandi erindisbréfi sem forsætisráðuneytið gefur út til handa aðstoðarmönnum ráðherra hefur verið breytt í kjölfar ábendinga Umboðsmanns Alþingis í lekamálinu svokallaða.

Meðal annars segir nú í bréfinu að kynna þurfi ráðuneytisstjóra öll þau verkefni sem ráðherra felur aðstoðarmanni, ef þau varða stjórnarmálefni sem heyra undir ráðuneyti hans.

Þá er í bréfinu skýrt hvað felst í því lagaákvæði sem kveður á um að aðstoðarmönnum sé óheimilt að skrifa undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra.

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, hlaut dóm fyrir að hafa lekið upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla.Vísir/GVA
Með þessu er brugðist við bréfi umboðsmanns frá því í janúar í fyrra, sem var ritað eftir að athugun hans á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hafði farið fram. 

Niðurstaða þeirrar athugunar var að samskipti þeirra á meðan leki úr ráðuneyti Hönnu Birnu var til rannsóknar hjá lögreglu hefði verið ósamrýmanleg stöðu hennar sem yfirstjórnandi lögreglunnar.

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, hlaut dóm fyrir að hafa lekið upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla og sagði Hanna Birna síðar af sér embætti vegna málsins.

Svarbréf forsætisráðuneytisins til Umboðsmanns Alþingis, þar sem greint er frá breytingunum, má finna í viðhengi hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×