Forskosningarnar í New York í beinni: Clinton og Trump mæta á heimavöll Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2016 23:26 Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Vísir/Getty/AFP Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent