Fótbolti

Ronaldo tryggði Real Madrid sigur á Barcelona | Sjáðu mörkin

Real Madrid gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú stig á Camp Nou völlinn í Barcelona þegar hinn svokallaði El Classico fór fram, leikur Barcelona og Real Madrid. Lokatölur urðu 2-1, Madrídingum í vil.

Markalaust var í leikhléi en það mátti fastlega búast við því að mörkin kæmu í þeim síðari enda þessi lið ekki þekkt fyrir að fara í gegnum leiki án þess að skora.

Spænsku landsliðsmiðvörðurinn Gerard Pique kom Barcelona yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu á 56. mínútu. En einungis sex mínútum síðar jafnaði Karim Benzema metin fyrir Real Madrid.

Gareth Bale skoraði stuttu síðar mark en dómari leiksins taldi sem svo að Bale hafi brotið af sér í aðdraganda marksins en sá dómur þótti umdeildur.

Það var svo sjálfur Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmark Real Madrid eftir góða undirbúningsvinnu á 85. mínútu og þar við sat.

Barcelona er þó enn á toppi deildarinnar en forskot liðsins á Atletico Madrid er nú sex stig. Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 69 stig, sjö stigum á eftir Barcelona.

Frakkinn Karim Benzema jafnaði metin fyrir Real Madrid. Gareth Bale skoraði mark sem dæmt var af. Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 2-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×