Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:30 Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku. Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í nýrri könnun Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku.
Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í nýrri könnun Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45