BBC heimsótti Ísland og gerði dramatískt innslag um íslenska kraftaverkið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/BBC Football Focus Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira