BBC heimsótti Ísland og gerði dramatískt innslag um íslenska kraftaverkið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/BBC Football Focus Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira