Enski boltinn

Myndbandið um Cruyff sem var sýnt á Camp Nou fyrir El Clasico

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johan Cruyff.
Johan Cruyff. Vísir/Getty
Johan Cruyff var Hollendingur en hann var líka mikill Börsungur og Barcelona minntist þessa frábæra fótboltamanns fyrir leik Barcelona og Real Madrid.

Johan Cruyff lést 24. mars síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 68 ára gamall.

Johan Cruyff lék í fimm ár með Barcelona-liðinu frá 1973 til 1978 og var síðan einnig þjálfari Katalóníuliðsins í átta ár frá 1988 til 1996.

Johan Cruyff var einn besti fótboltamaður allra tíma en hann var líka mikill fótboltahugsuður sem hafði mikil áhrif á hvernig fótbolta Barcelona hefur spilað síðan að hann var þjálfari liðsins.

Barcelona tók saman stórglæsilegt og metnaðarfullt minningarmyndaband um Johan Cruyff og sýndi það á leikvanginum fyrir leikinn á móti Real Madrid í gær.

Þar mátti sjá margra frábæra fótboltamenn, sem léku undir hans stjórn og hafa sumir orðið mjög farsælir þjálfarar, fara með þekkt ummæli Johan Cruyff í gegnum tíðina. Menn eins og Luis Enrique, Pep Guardiola, Michael Laudrup, Hristo Stoichkov og Ronald Koeman komu fram í myndbandinu sem var afar vel gert.

Barcelona hefur sett myndbandið inn á fésbókarsíðu sína og má sjá það hér fyrir neðan.

Thanks Johan #GràciesJohan

Emotional Dream Team tribute to Johan Cruyff. This is the video as seen at Camp NouEmotiu homenatge del Dream Team a Johan Cruyff. El vídeo que es va veure al Camp Nou Emotivo homenaje del Dream Team a Johan Cruyff. El vídeo que se vió en el Camp Nou#GràciesJohan

Posted by FC Barcelona on 3. apríl 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×