Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Jakob Bjarnar, Jóhann Óli Eiðsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 5. apríl 2016 12:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk ekki heimild til þingrofs hjá forseta Íslands. Vísir/Pjetur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var nú rétt í þessu að greina frá því að hann hafi neitað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til að rjúfa þing en erindi fundarins af hálfu forsætisráðherra var að óska eftir heimild til þingrofs, nú eða síðar meir. Hafnaði því að veita Sigmundi heimild um þingrof.visir/birgirFyrir liggur því að ríkisstjórnin er í andarslitrunum. Sigmundur fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun og í kjölfarið lýsti hann því yfir á Facebook síðu sinni að hann væri tilbúinn til þess að rjúfa þing ef Sjálfstæðisflokkurinn styddi hann ekki.Sjá einnig: Forseti ræddi við fjölmiðla vegna Facebook-færslu Sigmundar Forsetinn sagðist ekki tilbúinn nú eða fyrr en hann væri búinn að ræða við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins til að rjúfa þing. „Ég var ekki reiðubúin til samþykkja þá beiðni fyrr en ég hefði átt samtöl við forystumanna annarra flokka hver afstaða þeirra væri.“Sigmundur fundaði með forseta Íslands á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton BrinkBlaðamannafundurinn í forsetabústaðnum í dag var óvenjulegur enda óvæntur. Hann var í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég tel óhjákvæmilegt í ljósi ummæla forsætisráðherra hér í dag og þess fundar sem við höfum átt hér á Bessastöðum að ég geri ykkur og þjóðinni skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem hann kom með hingað á Bessastaði,“ sagði Ólafur Ragnar við upphaf blaðamannafundarins í dag. Sigmundur flýtti fyrirhugðum fundi með forsetanum „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing.“Sjá einnig:Segir Facebook traustir heimild en blaðamannafundi Ólafur Ragnar sagðist eiga að leggja sjálfstætt mat á það hvort eðlilegt væri að veita slíka heimild. Hann sagðist ekki tilbúinn til þess að svo stöddu. Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/Birgir„Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri.“ Ólafur Ragnar mun því ræða við Bjarna Benediktsson í dag og athuga með afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þingrofs. „Hvort að hann og Sjálfstæðisflokkurinn er sammála þessari ósk.“ Fyrir liggur að þingmenn í stjórnarandstöðu hafa þegar lagt vantraustttillögu fyrir Alþingi þar sem þeir krefjast afsagnar forsætisráðherra. „Ég vil nú ekki líkja þessum viðræðum við kappleik,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvort boltinn liggi hjá Bjarna. Þá segir Ólafur Ragnar að nauðsynlegt sé að athuga og skýra hvers konar ríkisstjórn muni taka við ef þingrof verður að veruleika. „Við þurfum að ná niðurstöðu í þessu máli sem hugnast þjóðinni, er þjóðinni til heilla og hún getur verið sæmilega sátt við.“ Hér að neðan má sjá það sem forsetinn sagði á blaðamannafundinum.Ég hafði ekki ætlað mér að halda blaðamannafund hér í dag á Bessastöðum. En ég tel óhjákvæmilegt, í ljósi ummæla forsætisráðherra fyrr í dag og þess fundar sem við höfum átt hér í dag, að ég geri ykkur og þjóðinni skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem hann kom með hingað til Bessastaða.Við töluðum saman í síma í gær, þegar ég var á leið til landsins, og ákváðum að við myndum hittast klukkan eitt í dag. Svo barst mér sú ósk, rúmlega ellefu í morgun, að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk. Því frestaði ég fundi sem ég hafði ákveðið með þingforseta Kýpur sem er hér í opinberri heimsókn.Erindi forsætisráðherra á fundinum var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að veita heimild, nú eða síðar, til að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með í för bréf þess efnis sem ég myndi undirrita.Við ræddum þessi mál nokkuð lengi. Ég útskýrði afstöðu, sem er ekki aðeins mín, heldur sem felst í stjórnskipan lýðveldisins að forseti leggur sjálfstætt mat á hvort hann samþykki þá þegar, eða síðar, ósk forsætisráðherra um þingrof.Það sem forseti hlýtur að meta er í fyrsta lagi hvort stuðningur sé við þá ósk hjá stjórnarflokkunum og hvort líklegt sé að þingrof leiði til farsællar niðurstöðu, bæði fyrir þjóðina og stjórnarfarið í landinu.Hann gat ekki fullvissað mig um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessarar beiðni. Í ljósi þess þá tjáði ég honum að ég væri ekki tilbúinn til þess nú, eða án þess að hafa að minnsta kosti rætt við formann Sjálfstæðisflokksins eða aðra, að veita honum heimild til að rjúfa þing.Þessum fundi lauk á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til að undirrita, hér og nú, bréf um þingrof né heldur að gefa honum fyrirfram fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um afstöðu þeirra.Þegar kemur að spurningunni um þingrof liggur ekki aðeins í því spurning um hvort þing sé rofið heldur líka hverjir fara með stjórn landsins fram að kosningum. Dæmi sýna því miður að það getur tekið langan tíma, jafn vel nokkra mánuði, að mynda nýja ríkisstjórn. Ég er ekki að spá því að svo verði en söguleg dæmi þess eru til og þau verður forseti að hafa í huga.Þess vegna verð ég, um leið og ég tek afstöðu til slíkrar óskar, að hafa það skýrt hverjir fara með stjórn landsins á meðan kosningar fara fram og á þeim tíma sem kann að líða frá kosningum þar til ný stjórn er mynduð.Ég hef ákveðið og lagt drög að, í framhaldi af þessum fundi, að halda síðar í dag fund með formanni Sjálfstæðisflokksins og mun í framhaldi af því, eftir því hver niðurstaða þess fundar verður, óska eftir fundi með forseta Alþingis. Í framhaldi af því mun ég meta hvort ég ræði við formenn annarra flokka.Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram. Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn. Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.Ég vil árétta að það er mikilvægt í ljósi þessara atburða að við sem þjóð, og í ljósi síðustu frétta, að við náum farsælli lendingu. Farsælt stjórnarfar er ekki bara spurningum form heldur einnig að þjóðin sé sæmilega sátt við það sem fram fer og þurfi ekki dag eftir dag að efna til mótmæla og aðgerða.Það er einlæg ósk mín, og það leiðarljós sem ég mun reyna að hafa í þessu máli, að stuðla að því að niðurstaða þessa máls verði að þjóðin sé sátt við þá niðurstöðu og að stjórnarfarið í landinu geti farið fram með eðlilegum hætti. Hagsmunir og heiður Íslands verður að vera á þann hátt sem við öll kjósum. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var nú rétt í þessu að greina frá því að hann hafi neitað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til að rjúfa þing en erindi fundarins af hálfu forsætisráðherra var að óska eftir heimild til þingrofs, nú eða síðar meir. Hafnaði því að veita Sigmundi heimild um þingrof.visir/birgirFyrir liggur því að ríkisstjórnin er í andarslitrunum. Sigmundur fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun og í kjölfarið lýsti hann því yfir á Facebook síðu sinni að hann væri tilbúinn til þess að rjúfa þing ef Sjálfstæðisflokkurinn styddi hann ekki.Sjá einnig: Forseti ræddi við fjölmiðla vegna Facebook-færslu Sigmundar Forsetinn sagðist ekki tilbúinn nú eða fyrr en hann væri búinn að ræða við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins til að rjúfa þing. „Ég var ekki reiðubúin til samþykkja þá beiðni fyrr en ég hefði átt samtöl við forystumanna annarra flokka hver afstaða þeirra væri.“Sigmundur fundaði með forseta Íslands á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton BrinkBlaðamannafundurinn í forsetabústaðnum í dag var óvenjulegur enda óvæntur. Hann var í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég tel óhjákvæmilegt í ljósi ummæla forsætisráðherra hér í dag og þess fundar sem við höfum átt hér á Bessastöðum að ég geri ykkur og þjóðinni skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem hann kom með hingað á Bessastaði,“ sagði Ólafur Ragnar við upphaf blaðamannafundarins í dag. Sigmundur flýtti fyrirhugðum fundi með forsetanum „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing.“Sjá einnig:Segir Facebook traustir heimild en blaðamannafundi Ólafur Ragnar sagðist eiga að leggja sjálfstætt mat á það hvort eðlilegt væri að veita slíka heimild. Hann sagðist ekki tilbúinn til þess að svo stöddu. Ólafur Ragnar boðaði til skyndilegs blaðamannafundar eftir fund sinn með forsætisráðherra.Vísir/Birgir„Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri.“ Ólafur Ragnar mun því ræða við Bjarna Benediktsson í dag og athuga með afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þingrofs. „Hvort að hann og Sjálfstæðisflokkurinn er sammála þessari ósk.“ Fyrir liggur að þingmenn í stjórnarandstöðu hafa þegar lagt vantraustttillögu fyrir Alþingi þar sem þeir krefjast afsagnar forsætisráðherra. „Ég vil nú ekki líkja þessum viðræðum við kappleik,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvort boltinn liggi hjá Bjarna. Þá segir Ólafur Ragnar að nauðsynlegt sé að athuga og skýra hvers konar ríkisstjórn muni taka við ef þingrof verður að veruleika. „Við þurfum að ná niðurstöðu í þessu máli sem hugnast þjóðinni, er þjóðinni til heilla og hún getur verið sæmilega sátt við.“ Hér að neðan má sjá það sem forsetinn sagði á blaðamannafundinum.Ég hafði ekki ætlað mér að halda blaðamannafund hér í dag á Bessastöðum. En ég tel óhjákvæmilegt, í ljósi ummæla forsætisráðherra fyrr í dag og þess fundar sem við höfum átt hér í dag, að ég geri ykkur og þjóðinni skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem hann kom með hingað til Bessastaða.Við töluðum saman í síma í gær, þegar ég var á leið til landsins, og ákváðum að við myndum hittast klukkan eitt í dag. Svo barst mér sú ósk, rúmlega ellefu í morgun, að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk. Því frestaði ég fundi sem ég hafði ákveðið með þingforseta Kýpur sem er hér í opinberri heimsókn.Erindi forsætisráðherra á fundinum var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að veita heimild, nú eða síðar, til að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með í för bréf þess efnis sem ég myndi undirrita.Við ræddum þessi mál nokkuð lengi. Ég útskýrði afstöðu, sem er ekki aðeins mín, heldur sem felst í stjórnskipan lýðveldisins að forseti leggur sjálfstætt mat á hvort hann samþykki þá þegar, eða síðar, ósk forsætisráðherra um þingrof.Það sem forseti hlýtur að meta er í fyrsta lagi hvort stuðningur sé við þá ósk hjá stjórnarflokkunum og hvort líklegt sé að þingrof leiði til farsællar niðurstöðu, bæði fyrir þjóðina og stjórnarfarið í landinu.Hann gat ekki fullvissað mig um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessarar beiðni. Í ljósi þess þá tjáði ég honum að ég væri ekki tilbúinn til þess nú, eða án þess að hafa að minnsta kosti rætt við formann Sjálfstæðisflokksins eða aðra, að veita honum heimild til að rjúfa þing.Þessum fundi lauk á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til að undirrita, hér og nú, bréf um þingrof né heldur að gefa honum fyrirfram fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um afstöðu þeirra.Þegar kemur að spurningunni um þingrof liggur ekki aðeins í því spurning um hvort þing sé rofið heldur líka hverjir fara með stjórn landsins fram að kosningum. Dæmi sýna því miður að það getur tekið langan tíma, jafn vel nokkra mánuði, að mynda nýja ríkisstjórn. Ég er ekki að spá því að svo verði en söguleg dæmi þess eru til og þau verður forseti að hafa í huga.Þess vegna verð ég, um leið og ég tek afstöðu til slíkrar óskar, að hafa það skýrt hverjir fara með stjórn landsins á meðan kosningar fara fram og á þeim tíma sem kann að líða frá kosningum þar til ný stjórn er mynduð.Ég hef ákveðið og lagt drög að, í framhaldi af þessum fundi, að halda síðar í dag fund með formanni Sjálfstæðisflokksins og mun í framhaldi af því, eftir því hver niðurstaða þess fundar verður, óska eftir fundi með forseta Alþingis. Í framhaldi af því mun ég meta hvort ég ræði við formenn annarra flokka.Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram. Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn. Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.Ég vil árétta að það er mikilvægt í ljósi þessara atburða að við sem þjóð, og í ljósi síðustu frétta, að við náum farsælli lendingu. Farsælt stjórnarfar er ekki bara spurningum form heldur einnig að þjóðin sé sæmilega sátt við það sem fram fer og þurfi ekki dag eftir dag að efna til mótmæla og aðgerða.Það er einlæg ósk mín, og það leiðarljós sem ég mun reyna að hafa í þessu máli, að stuðla að því að niðurstaða þessa máls verði að þjóðin sé sátt við þá niðurstöðu og að stjórnarfarið í landinu geti farið fram með eðlilegum hætti. Hagsmunir og heiður Íslands verður að vera á þann hátt sem við öll kjósum.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira