Fótbolti

Torres reiður: UEFA hefur meiri áhuga á búningamálum en hæfum dómurum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, baðst í gær afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í leik liðsins gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Torres kom Atletico 1-0 yfir í leiknum en fékk svo tvær áminningar með skömmu millibili áður en fyrri hálfleik lauk. Barcelona vann svo 2-1 sigur með tveimur mörkum Luis Suarez, sem var þó sjálfur heppinn að fá ekki brottvísun í leiknum.

Sjá einnig: Suarez hetja Barcelona

„Það er synd að UEFA er svo upptekið af því að breyta búningnum fyrir leik og að setja dómara á leikinn sem hæfir ekki 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu,“ sagði Torres en Þjóðverjinn Felix Brych dæmdi leikinn.

Hann vísaði til þess að UEFA lét liðin spila í varabúningum sínum í gær þar sem að aðalbúningarnir þóttu of líkir.

„Þetta er einn versti dagur ferilsins míns,“ sagði hann enn fremur. „Ég finn til mikillar ábyrgðar eftir að hafa skilið lið mitt með tíu leikmenn á vellinum. Ég er viss um að þetta hefði orðið allt öðruvísi hefðum við verið með fullmannað lið.“


Tengdar fréttir

Suarez hetja Barcelona

Atletico Madrid er enn á lífi í einvígi sínu gegn Barcelona eftir 2-1 tap á útivelli í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×