Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 13:07 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að svo virðist sem lagabreytingin sé sniðin að þessum tilteknu föngum. Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrum bankastjóri í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi, losna úr haldi í dag. Þeir ljúka afplánun hjá Vernd en þeir hafa afplánað á Kvíabryggju, nú í um ár en þremenningarnir hlutu allir dóma fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Magnús og Ólafur hlutu fjögurra og hálfs árs langan dóm en Sigurður fjögurra ára dóm. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, situr enn á Kvíabryggju, en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu. Stundin greinir frá þessu í dag. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir að þar dvelji nú um 17 fangar, sem þýðir að húsið að Laugarteigi 19, er fullt. Í samtali við Þráinn kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir því að bankamennirnir taki fullan þátt í almennum heimilisstörfum, uppvaski, skúringum og þrifum auk þess sem þeir borga 60 þúsund krónur í leigu.Umdeildar lagabreytingar Ástæða þess að þeir Sigurður, Magnús og Ólafur eru nú lausir af Kvíabryggju, eftir þetta skamman tíma, er umdeild lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði. Hún veitir föngum frelsi mun fyrr en verið hefur og er fullyrt að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi beitt sér mjög fyrir þessum breytingum. Og að breytingarnar séu að einhverju leyti sniðnar að bankamönnunum. Það má í það minnsta skilja á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem situr í nefndinni, en hún var andvíg breytingunum. „Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ hefur Stundin eftir Bjarkeyju.Kerfið óviðbúið því að taka við auknum fjölda Þráinn segir, í samtali við Vísi, að ljóst sé að ekki hafi verið rætt við þá sem innan kerfisins starfi, því það sé að verulegu leyti vanbúið til að taka á móti auknum straumi fanga úr fangelsunum. Hann fagnar breytingunni sem slíkri, hugmyndafræðinni, því það sé ekki heillavænlegt að loka menn í fangelsum til lengri tíma.Þráinn. Það er við þennan mann að eiga nú fyrir bankamennina sem þurfa að ganga í hefðbundin heimilisstörf, ryksuga og skúra.visir/pjeturAlmennt segir Þráinn að þetta snúist um að veita þeim föngum skjól sem eru að koma úr afplánun eða eru í afplánun; að þeir fái færi á að bæta sig í samfélaginu. „Þeir hafa heimild til að fara út klukkan sjö á morgnana, og eru þá farnir í vinnu eða starfsendurhæfingu, meðferð eða annað sem búið er að skipuleggja. Þeir eru í því yfir daginn og koma aftur í hús fyrir klukkan sex. Og þá er tekin staða á mönnum og athugað hvort allt sé í góðu,“ segir Þráinn sem lýsir því hvernig lífið og tilveran gangi fyrir sig á Vernd.Verða að undirgangast ákveðna dagskrá „Svo koma menn aftur eftir það, geta farið út klukkan sjö að kvöldi, þeir hafa heimild til þess, þetta er auðvitað búið utan um það að menn tengi bönd sín við fjölskyldu og börn, og verða svo að vera komnir aftur í hús fyrir klukkan 23.00. Þetta er það skref sem þarf til að taka út í samfélagið aftur.“ Yfir daginn fara þeir til vinnu eða í fyrirfram ákveðið prógramm sem búið er að ákveða og semja um. „Það er eftirlit með þeim þá líka. Og fylgst er með því að menn séu að stunda það sem um er rætt.“ Víst er að þessar lagabreytingar þýða aukinn fjölda og verulega breytt mynstur í hópi þeirra fanga sem nú koma til Þráins og félaga í Vernd. Til að mynda eru umræddir bankamenn auðugir og má búast við því að bílakosturinn í hverfinu muni á þessum tíma taka nokkrum breytingum.Styttir fangelsisdóminn verulega Lagabreytingin styttir verulega þann tíma sem hinir þekktu bankamenn þurfa að afplána innan veggja fangelsisins. „Það er alltaf sami tími á Vernd, sem er þrír mánuðir, ef þú ert með 12 mánaða óskilorðsbundinn og svo er einn mánuður á hvert ár sem er eftir það. Þangað til 12 mánuðum er náð, sem er lengsti tíminn.“ Þráinn lýsir því að allir sem á Vernd dvelja hafi skyldum að gegna innan heimilisins, sem snúa að hefðbundnu heimilishaldi. „Menn fá störf á heimilinu eins og gengur og gerist, og því er jafnskipt niður, matseld, ganga frá eftir mat, skúra þrífa og ryksuga og það hlutverk er jafnt á alla.“ Þá þurfa vistmenn að greiða leigu meðan þeir dvelja á Vernd, húsaleigu- eða viðverugjald sem er 60 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Þráins er það upphæð sem þarf til reksturs hússins.Uppfært Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fangarnir gengu með öklaband á meðan þeir afplánuðu á Vernd. Hið rétta er að þeir fá öklaband að lokinni dvöl sinni á Vernd. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrum bankastjóri í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi, losna úr haldi í dag. Þeir ljúka afplánun hjá Vernd en þeir hafa afplánað á Kvíabryggju, nú í um ár en þremenningarnir hlutu allir dóma fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Magnús og Ólafur hlutu fjögurra og hálfs árs langan dóm en Sigurður fjögurra ára dóm. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, situr enn á Kvíabryggju, en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu. Stundin greinir frá þessu í dag. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir að þar dvelji nú um 17 fangar, sem þýðir að húsið að Laugarteigi 19, er fullt. Í samtali við Þráinn kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir því að bankamennirnir taki fullan þátt í almennum heimilisstörfum, uppvaski, skúringum og þrifum auk þess sem þeir borga 60 þúsund krónur í leigu.Umdeildar lagabreytingar Ástæða þess að þeir Sigurður, Magnús og Ólafur eru nú lausir af Kvíabryggju, eftir þetta skamman tíma, er umdeild lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði. Hún veitir föngum frelsi mun fyrr en verið hefur og er fullyrt að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi beitt sér mjög fyrir þessum breytingum. Og að breytingarnar séu að einhverju leyti sniðnar að bankamönnunum. Það má í það minnsta skilja á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem situr í nefndinni, en hún var andvíg breytingunum. „Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ hefur Stundin eftir Bjarkeyju.Kerfið óviðbúið því að taka við auknum fjölda Þráinn segir, í samtali við Vísi, að ljóst sé að ekki hafi verið rætt við þá sem innan kerfisins starfi, því það sé að verulegu leyti vanbúið til að taka á móti auknum straumi fanga úr fangelsunum. Hann fagnar breytingunni sem slíkri, hugmyndafræðinni, því það sé ekki heillavænlegt að loka menn í fangelsum til lengri tíma.Þráinn. Það er við þennan mann að eiga nú fyrir bankamennina sem þurfa að ganga í hefðbundin heimilisstörf, ryksuga og skúra.visir/pjeturAlmennt segir Þráinn að þetta snúist um að veita þeim föngum skjól sem eru að koma úr afplánun eða eru í afplánun; að þeir fái færi á að bæta sig í samfélaginu. „Þeir hafa heimild til að fara út klukkan sjö á morgnana, og eru þá farnir í vinnu eða starfsendurhæfingu, meðferð eða annað sem búið er að skipuleggja. Þeir eru í því yfir daginn og koma aftur í hús fyrir klukkan sex. Og þá er tekin staða á mönnum og athugað hvort allt sé í góðu,“ segir Þráinn sem lýsir því hvernig lífið og tilveran gangi fyrir sig á Vernd.Verða að undirgangast ákveðna dagskrá „Svo koma menn aftur eftir það, geta farið út klukkan sjö að kvöldi, þeir hafa heimild til þess, þetta er auðvitað búið utan um það að menn tengi bönd sín við fjölskyldu og börn, og verða svo að vera komnir aftur í hús fyrir klukkan 23.00. Þetta er það skref sem þarf til að taka út í samfélagið aftur.“ Yfir daginn fara þeir til vinnu eða í fyrirfram ákveðið prógramm sem búið er að ákveða og semja um. „Það er eftirlit með þeim þá líka. Og fylgst er með því að menn séu að stunda það sem um er rætt.“ Víst er að þessar lagabreytingar þýða aukinn fjölda og verulega breytt mynstur í hópi þeirra fanga sem nú koma til Þráins og félaga í Vernd. Til að mynda eru umræddir bankamenn auðugir og má búast við því að bílakosturinn í hverfinu muni á þessum tíma taka nokkrum breytingum.Styttir fangelsisdóminn verulega Lagabreytingin styttir verulega þann tíma sem hinir þekktu bankamenn þurfa að afplána innan veggja fangelsisins. „Það er alltaf sami tími á Vernd, sem er þrír mánuðir, ef þú ert með 12 mánaða óskilorðsbundinn og svo er einn mánuður á hvert ár sem er eftir það. Þangað til 12 mánuðum er náð, sem er lengsti tíminn.“ Þráinn lýsir því að allir sem á Vernd dvelja hafi skyldum að gegna innan heimilisins, sem snúa að hefðbundnu heimilishaldi. „Menn fá störf á heimilinu eins og gengur og gerist, og því er jafnskipt niður, matseld, ganga frá eftir mat, skúra þrífa og ryksuga og það hlutverk er jafnt á alla.“ Þá þurfa vistmenn að greiða leigu meðan þeir dvelja á Vernd, húsaleigu- eða viðverugjald sem er 60 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Þráins er það upphæð sem þarf til reksturs hússins.Uppfært Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fangarnir gengu með öklaband á meðan þeir afplánuðu á Vernd. Hið rétta er að þeir fá öklaband að lokinni dvöl sinni á Vernd.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent