Innlent

Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson.
Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson.
Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp dóm í Al-Thani málinu. Þar var fimm ára og hálfs árs fangelsisdómur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni staðfestur. Dómur yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr fimm árum í 4 ár.

Dómur yfir Ólafi Ólafssyni var þyngdur úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár og þá var dómur yfir Magnúsi Guðmundssyni þyngdur úr þremur árum í fjögur og hálft ár.

Click here for an English version

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í héraði í desember 2013 og voru dómarnir þar yfir Hreiðari og Sigurði þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli hér á landi. Var Hreiðar dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í héraði og Sigurður í fimm ára fangelsi.

Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma.

Sýndarviðskipti

Embættis sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hefðu verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og skapa þannig falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum.

Í 8. kafla Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um útlán íslensku bankanna kemur fram að Ólafur Ólafsson kom á sambandi Al-Thani og bankans. Samkvæmt skýrslunni sýndu gögn bankans ótvíræð tengsl á milli Ólafs og kaupa Al-Thani á Kaupþingsbréfunum.

Hluti lánsins var sagður greiddur inn á reikning Serval, félags í eigu Al-Thani, en hinn hlutinn var greiddur inn á reikning Gerland, félags í eigu Ólafs Ólafssonar, Fjárhæðin var síðan flutt yfir á reikning Choice Stay, sem er félag í eigu sheikshins og Ólafs, og þaðn var andvirðið síðan flutt yfir á vörslureikning Q Iceland Finance sem fjármagnaði Kaupþingsbréfin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×