Hlakkar til að segja nei við vantrausti og ætlar svo í frí með konu og barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 15:33 Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði eftir ríkiðsráðsfundinn. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér. Panama-skjölin Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér.
Panama-skjölin Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira