Fótbolti

Real Sociedad lagði Barcelona að velli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hetja Barcelone var Mikel Oyarzabal.
Hetja Barcelone var Mikel Oyarzabal. vísir/getty
Barcelona hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur umferðum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið tapaði, 1-0, fyrir Real Sociedad á Anoeta-vellinum í San Sebastían á Spáni. 

Eina mark leiksins gerði Mikel Oyarzabal, 18 ára sóknarmaður, heimamanna og kom markið á fimmtu mínútu leiksins. 

Leikmenn Real Sociedad sýndu stórbrotinn varnarleik í kvöld og fengu leikmenn Barcelona ekki mörg færi. 

Úrslit leiksins setja toppbaráttuna í mikið uppnám en núna munar aðeins þremur stigum á Barcelona og Atletico Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar. Real Madrid er síðan fjórum stigum á eftir Barcelona. Það er því greinilega mikið fjör framundan í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×