Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 21:39 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43