Gylfi Zoëga: „Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist“ Ásgeir Erlendsson skrifar 20. mars 2016 19:00 Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“ Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira