Luis Suarez má loksins spila aftur með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 13:15 Luis Suarez sekúndum eftir bitið afdrifaríka. Vísir/Getty Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30
Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08
Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00