Reiði í revíuformi Sigríður Jónsdóttir skrifar 24. mars 2016 11:00 Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason. Leikhús Útför: Saga ambáttar og skattsvikara (870 – 2016) Tjarnarbíó Vandræðaskáld Flytjendur: Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason birtust eins og skrattinn úr sauðarleggnum á fjölum Tjarnarbíós síðasta fimmtudag. Þetta kvöld héldu þau kómíska útför, sem hefur reyndar verið haldin nokkrum sinnum áður á landsbyggðinni, en nú er röðin komin að Reykjavík. Ambáttin og skattsvikarinn skemmta áhorfendum með góðlátlegu en stundum grimmilegu gríni um daglegt amstur, pólitíska vanhæfni og samfélagslega ábyrgð, eða skort þar á. Þetta par er framsett sem útgáfa af alíslenskum erkitýpum sem byggðu landið og lifa hér enn þúsund árum seinna. Ambáttirnar sinna þjónustustörfum og fórna geðheilsunni fyrir lán hjá LÍN en nenna ekki að gera neitt í sínum málum. Skattsvikarinn lifir góðu lífi í skuldlausu einbýlishúsi, fer á rándýr námskeið hjá Dale Carnegie og kennitöluflakk er hans helsti ferðamáti. Revían er vannýtt form á íslensku leiksviði og þessir vandræðagripir ættu alls ekki að fela sig undir öðrum formerkjum. Sesselía og Vilhjálmur eru ansi lunkin við að snúa upp á íslenskuna eins og titill sýningarinnar gefur til kynna en hann getur bæði þýtt jarðarför og ferð til annars lands. Revíuformið býður nefnilega upp á leirburð og orðaleik af ýmsu tagi, sem og klúra brandara. Þau hika ekki við að daðra við kolsvartan húmor líkt og í laginu Villibráð sem er byggt á ummælum virkra í athugasemdum varðandi túristavandann. Lausnin er að hluta til fólgin í skotveiðum og alíslenskum drykkjarföngum. Einnig eru karakterar eins og Gylfi Ægis listilega afgreiddir á mettíma, hetjudáðir Gunnars á Hlíðarenda dregnar í efa og fortíðin endalaust fegruð. Sesselía var örlítið taugatrekkt í byrjun leiks en óx ásmegin þegar líða tók. Flutningur hennar á titillagi sýningarinnar var makalaus og naut hún sín í dramatískari lögunum. Vilhjálmi líður greinilega vel í sínu hlutverki og ber af sér góðan þokka á sviði. Bæði voru þó of föst í sama stílum, en gerðu sitt skilmerkilega. Þau styðjast einungis við raddir sínar, gítarspil og leik á hljómborð, útkoman er lágstemmd en á köflum kostuleg. Á yfirborðinu virðast revíur vera tiltölulega einfaldar en svo er alls ekki. Mikil hæfni felst í að koma forminu til skila, líka frumleg nálgun og fjölbreytt. En þegar öllu er á botninn hvolft leynist vísir af skattsvikaranum í ambáttinni og skattsvikarinn felur ambáttina. Íslendingar berjast við mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd til skiptis. Kvarta yfir hverju sem er en flagga frasanum „Þetta reddast!“ reglulega. Öfunda nágrannann af nýja jeppanum en gagnrýna hann fyrir fjárglæfra þegar tækifæri gefst. Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur tækla líðandi stund með beittu gríni, skondnum textum og ljúfri sviðsframkomu. Í heild mætti meitla sýninguna betur og finna fjölbreyttari framsetningar, bæði að lögunum og sviðsetningu milli atriðanna. En vonandi eru Vandræðaskáldin rétt að byrja og spennandi að sjá hvað þessir grallarar gera næst. Niðurstaða: Textahöfundar sem eiga framtíðina fyrir sér. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Útför: Saga ambáttar og skattsvikara (870 – 2016) Tjarnarbíó Vandræðaskáld Flytjendur: Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason birtust eins og skrattinn úr sauðarleggnum á fjölum Tjarnarbíós síðasta fimmtudag. Þetta kvöld héldu þau kómíska útför, sem hefur reyndar verið haldin nokkrum sinnum áður á landsbyggðinni, en nú er röðin komin að Reykjavík. Ambáttin og skattsvikarinn skemmta áhorfendum með góðlátlegu en stundum grimmilegu gríni um daglegt amstur, pólitíska vanhæfni og samfélagslega ábyrgð, eða skort þar á. Þetta par er framsett sem útgáfa af alíslenskum erkitýpum sem byggðu landið og lifa hér enn þúsund árum seinna. Ambáttirnar sinna þjónustustörfum og fórna geðheilsunni fyrir lán hjá LÍN en nenna ekki að gera neitt í sínum málum. Skattsvikarinn lifir góðu lífi í skuldlausu einbýlishúsi, fer á rándýr námskeið hjá Dale Carnegie og kennitöluflakk er hans helsti ferðamáti. Revían er vannýtt form á íslensku leiksviði og þessir vandræðagripir ættu alls ekki að fela sig undir öðrum formerkjum. Sesselía og Vilhjálmur eru ansi lunkin við að snúa upp á íslenskuna eins og titill sýningarinnar gefur til kynna en hann getur bæði þýtt jarðarför og ferð til annars lands. Revíuformið býður nefnilega upp á leirburð og orðaleik af ýmsu tagi, sem og klúra brandara. Þau hika ekki við að daðra við kolsvartan húmor líkt og í laginu Villibráð sem er byggt á ummælum virkra í athugasemdum varðandi túristavandann. Lausnin er að hluta til fólgin í skotveiðum og alíslenskum drykkjarföngum. Einnig eru karakterar eins og Gylfi Ægis listilega afgreiddir á mettíma, hetjudáðir Gunnars á Hlíðarenda dregnar í efa og fortíðin endalaust fegruð. Sesselía var örlítið taugatrekkt í byrjun leiks en óx ásmegin þegar líða tók. Flutningur hennar á titillagi sýningarinnar var makalaus og naut hún sín í dramatískari lögunum. Vilhjálmi líður greinilega vel í sínu hlutverki og ber af sér góðan þokka á sviði. Bæði voru þó of föst í sama stílum, en gerðu sitt skilmerkilega. Þau styðjast einungis við raddir sínar, gítarspil og leik á hljómborð, útkoman er lágstemmd en á köflum kostuleg. Á yfirborðinu virðast revíur vera tiltölulega einfaldar en svo er alls ekki. Mikil hæfni felst í að koma forminu til skila, líka frumleg nálgun og fjölbreytt. En þegar öllu er á botninn hvolft leynist vísir af skattsvikaranum í ambáttinni og skattsvikarinn felur ambáttina. Íslendingar berjast við mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd til skiptis. Kvarta yfir hverju sem er en flagga frasanum „Þetta reddast!“ reglulega. Öfunda nágrannann af nýja jeppanum en gagnrýna hann fyrir fjárglæfra þegar tækifæri gefst. Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur tækla líðandi stund með beittu gríni, skondnum textum og ljúfri sviðsframkomu. Í heild mætti meitla sýninguna betur og finna fjölbreyttari framsetningar, bæði að lögunum og sviðsetningu milli atriðanna. En vonandi eru Vandræðaskáldin rétt að byrja og spennandi að sjá hvað þessir grallarar gera næst. Niðurstaða: Textahöfundar sem eiga framtíðina fyrir sér.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira