Uppruni galdrakarlsins Stefán Pálsson skrifar 27. mars 2016 11:00 sAGA TIL næsta bæjar - stefán Pálsson Ég held að við séum ekki lengur í Kansas, Tótó!“ – Þannig mætti þýða frægustu setningu kvikmyndarinnar um Galdrakarlinn í Oz. Myndin státaði af tæplega sautján ára gömlu ungstirni, Judy Garland, í hlutverki stúlkunnar Dóróteu sem lendir í fellibyl og berst til undralandsins Oz. Garland sló í gegn, þótt sumum þætti hún fullgömul til að leika tólf ára barn. Galdrakarlinn í Oz kostaði stórfé í framleiðslu og þótt viðtökur gagnrýnenda væru góðar og myndin hefði alvarlega komið til greina sem besta myndin á Óskarsverðlaunaafhendingunni, varð tap á sýningu hennar í bíóhúsum. Hún markaði heldur ekki djúp spor í minningu kvikmyndaáhugafólks í fyrstu, en um miðjan sjötta áratuginn hófst sú hefð að sýna hana í sjónvarpi þegar líða tók að jólum. Með tímanum varð það að hefð hjá mörgum bandarískum fjölskyldum að horfa á myndina einu sinni á ári uns allir kunnu hana utanað. Setningin minnisstæða, þar sem Dórótea upplýsir hundinn sinn um að Kansas sé á bak og burt, var uppfinning handritshöfundar í Hollywood og hvergi að finna í hinni upprunalegu sögu. Sú kom út árið 1900 og var verk rithöfundarins L. Franks Baum.Bandarísk barnasaga Galdrakarlinn í Oz varð metsölubók nánast um leið og hún kom út. Sagan er undir sterkum áhrifum frá Lísu í Undralandi eftir breska lækninn Lewis Carroll. Báðar bækurnar segja frá ungum stúlkum sem hrifnar eru brott frá heimili sínu, halda til skringilegs ævintýralands, lenda í hættum en ná loks að snúa til síns heima. Breskar barnabækur nutu um þessar mundir mikilla vinsælda vestan hafs, en frumleiki Galdrakarlsins lá ef til vill í því að sögusviðið var bandarískt. Baum var afkastamikill rithöfundur og skrifaði ókjörin öll af bókum af ýmsu tagi, þótt barnabækurnar yrðu vinsælastar. Hann var einnig mikilvirkur blaðaritstjóri og rak um tíma leikhús. Raunar setti hann Galdrakarlinn á svið fljótlega eftir útkomu sögunnar, en sú uppsetning tók frekar mið af fullorðnum áhorfendum. Óþarft er að rekja söguþráðinn í smáatriðum. Velflestir lesendur ættu að þekkja meginatriðin: leiðina eftir gullna stígnum til fundar við galdrakarlinn sem reynist loddari, ferðafélagana skrítnu; hjartalausa tinkarlinn, ljónið blauða og fuglahræðuna sem vantaði heila o.s.frv. Allt fer vel að lokum og Dórótea kemst aftur til frænku sinnar og frænda í Kansas. Þar hugðist höfundurinn láta gott heita, en hungraðir lesendur heimtuðu meira. Bandarísk börn sendu Baum bréf í stórum stíl með hvatningu um að skrifa meira um Dóróteu og töfraheiminn og hann lét til leiðast – þótt sífellt fjárhagsbasl hafi vafalítið gert ákvörðunina auðveldari en ella.Í akkorði Framhaldsbókin, The Marvelous Land of Oz, kom út fjórum árum síðar. Þar er Dórótea fjarri góðu gamni, en aðalpersónan lítill drengur sem dregst inn í valdabaráttu ólíkra héraða í Oz, þar sem tinkarlinn og fuglahræðan eru í miðdepli atburðanna. Árið 1907 kom þriðja bókin út og nú var Dórótea aftur komin til leiks. Á ferðalagi til Ástralíu með Henry frænda sínum skolar henni fyrir borð og rekur til Oz. Var þetta mynstur raunar margendurtekið í bókaflokknum: Dórótea heldur í ferðalag en lendir í hafvillum eða náttúruhamförum og sogast alltaf í hringiðu atburða í undralandinu. Upp frá þessu komu bækurnar á færibandi eða nánast árlega til dauða höfundarins árið 1919. Árið eftir kom svo út fjórtánda og síðasta Oz-bókin úr penna Baums. Mikið vill meira og enn í dag koma út bækur um Oz-sagnaheiminn eftir ýmsa höfunda. Skiptast þær í tvo flokka: annars vegar það sem kalla má opinbera sagnaflokkinn, sem tekur mið af söguþræði og atburðum í upprunalegu bókunum fjórtán en hins vegar sjálfstæðar sögur sem byggja ekki nema lauslega á sögum Baums og skapa í raun sitt eigið Oz. Þótt Oz-bækurnar telji nú nokkra tugi, blikna þær allar í samanburði við fyrstu söguna þegar kemur að vinsældum og sannast sagna eru þær engin bókmenntastórvirki. Ef L. Frank Baum hefði verið tónlistarmaður, er hætt við að hann væri kallaður eins-smells-undur. En það er svo sem ekkert slor að státa aðeins af einni frægri bók, ef sú bók er þekkt af öllum og ratar ítrekað á lista yfir áhrifamestu verk allra tíma.Dulinn boðskapur? Og líkt og gildir um allar slíkar skáldsögur, hafa bókmenntafræðingar krufið textann inn að beini og grandskoðað lífshlaup höfundarins og öll fyrri skrif hans í þeirri von að skilja verkið betur. Þar hafa ýmsir hnotið um tvo stórundarlega leiðara sem Baum skrifaði í blað sem hann ritstýrði á árinu 1890. Það ár kom til harðra átaka milli bandarískra yfirvalda og Sioux-indíána, sem náðu hámarki með drápinu á Sitjandi tarfi, höfðingja þeirra og fjöldamorðunum við Undað hné (e. Wounded Knee) þar sem allt að 300 frumbyggjar féllu í valinn. Baum, sem almennt var talinn frjálslyndur í skoðunum og talaði til að mynda fyrir kosningarétti kvenna, lagði út af af atburðunum í pistlunum tveimur og komst að þeirri niðurstöðu að friðsamleg sambúð kynþátta væri útilokuð og ekki yrði hjá því komist að drepa alla indíána í landinu. Þessi viðurstyggilega rasíska hugmynd stingur í stúf við önnur skrif Baums og hafa einhverjir reynt að túlka hana sem háðsádeilu, en slíkt virðist þó afar langsótt. Hafa sumir bókmenntafræðingar leitað logandi ljósi í bókum höfundarins að dæmum um frumbyggjahatur og jafnvel fundið í hinum vængjuðu öpum vondu vestannornarinnar. Slík táknmyndaleit í sögunni um Galdrakarlinn hefur raunar orðið auðug uppspretta tilgáta, þótt fátt í einkaskjölum höfundarins bendi til annars en að sagan sé hreinræktað ævintýri. Árið 1964 birti sagnfræðingur og menntaskólakennari, Henry M. Littlefield að nafni, grein sem átti eftir að vekja mikla athygli og er enn í dag hampað af mörgum, þótt meirihluti sérfræðinga í Oz-fræðum hafni henni.sAGA TIL næsta bæjar - stefán PálssonHagfræði 103 Littlefield færði fyrir því rök að sagan um Galdrakarlinn í Oz væri ein stór myndlíking og að flestar persónur bókarinnar væru táknmyndir fyrir einstakar þjóðfélagsstéttir eða persónur úr stjórnmálalífi aldamótaáranna. Sagnfræðingurinn færði ýmis rök máli sínu til stuðnings. Hann benti á að um það leyti sem Baum ritaði bók sína, hafi hann lifað og hrærst í pólitík. Enn fremur hafi vísanir í samtímaatburði stjórnmálanna verið fyrirferðarmiklar í söngleikjaútgáfunni frá 1902 og hún afhjúpi í raun hinn dulda boðskap barnabókarinnar. Að mati Littlefields var Dórótea fulltrúi bandarísks almennings í sögunni, ung, hrekklaus og leiksoppur annarra. Fuglahræðan er samkvæmt kenningunni fulltrúi bændastéttarinnar og tinmaðurinn fulltrúi iðnverkafólks. Galdrakarlinn sjálfur er þá Bandaríkjaforseti, sem þykist valdamikill en reynist þegar á hólminn er komið vera áhrifalaus og hræddur maður í alltof stóru hásæti. Ljónið kjarklausa var, samkvæmt kenningu þessari, stjórnmálamaðurinn William Jennings Bryan. Bryan var einn mesti áhrifamaður demókrata í byrjun tuttugustu aldar og var þrívegis forsetaefni flokksins (1896, 1900 og 1908) en tapaði í öll skiptin. Hann var afburðaræðumaður og dró upp mynd af sér sem miklu hreysti- og kjarkmenni. Á hinn bóginn var Bryan mjög gagnrýninn á árásargjarna utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem birtist meðal annars í stríðum við Spánverja vegna Kúbu og Filippseyja á lokaárum nítjándu aldar. Þótti andstæðingum hans slík friðarstefna ekki karlmannleg og líktu honum við kjarklaust ljón.Gott silfur gulli betra William Bryan var einna kunnastur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýndu „gullfótinn“, sem var ríkjandi hagstjórnartæki þessara ára. Samkvæmt því voru peningar í raun ávísun upp á tiltekið magn af gulli. Það takmarkaði mjög möguleika seðlabanka til að prenta óhóflegt magn peningaseðla til að hleypa lífi í hagkerfið. Ríki Evrópu hurfu frá gullfætinum á millistríðsárunum en Bandaríkin héldu í kerfið til ársins 1971. Um 1900 voru peningastefnumál í brennidepli bandarískra stjórnmála og vildu ýmsir losa um gullfótinn í þeirri von að það bætti hag hinna efnaminni. Fáir voguðu sér að stinga upp á að seðlaprentun yrði gefin frjáls, en þess í stað var vinsælt að stinga upp á tengingum við aðra góðmálma. Bryan vildi taka upp silfurfót samhliða gulltryggingunni. Óumdeilt var að slíkt myndi leiða til verðbólgu, en silfurrefirnir álitu að þensluáhrif hóflegrar verðbólgu yrðu betri en samdráttur og stöðnun. Í þessu ljósi – sagði Littlefield – yrði að skoða söguþráð Galdrakarlsins. Auðtrúa alþýðan, bændurnir og iðnverkamennirnir gengju saman eftir GULLstígnum til Oz í von um lausn sinna mála. Þar var hins vegar enga hjálp að fá, en Dórótea og hundurinn Tótó komast að lokum heim til Kansas því í raun hafði stúlkan alla tíð haft lausnina á fótunum: með því að slá saman SILFURskónum sínum. (Í bókinni eru skórnir silfraðir, þótt Hollywood hafi gert þá rúbínrauða.) Kenning Littlefields gengur ótrúlega vel upp. Á henni er þó einn veigamikill galli – sá að útkoma sögunnar gengur í veigamiklum atriðum gegn þekktum stjórnmálaskoðunum Baums sjálfs. Það skyldi þó ekki vera að Galdrakarlinn í Oz sé fjörlegasta og vinsælasta ritgerð um gjaldmiðilsstefnu sem skrifuð hefur verið? Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég held að við séum ekki lengur í Kansas, Tótó!“ – Þannig mætti þýða frægustu setningu kvikmyndarinnar um Galdrakarlinn í Oz. Myndin státaði af tæplega sautján ára gömlu ungstirni, Judy Garland, í hlutverki stúlkunnar Dóróteu sem lendir í fellibyl og berst til undralandsins Oz. Garland sló í gegn, þótt sumum þætti hún fullgömul til að leika tólf ára barn. Galdrakarlinn í Oz kostaði stórfé í framleiðslu og þótt viðtökur gagnrýnenda væru góðar og myndin hefði alvarlega komið til greina sem besta myndin á Óskarsverðlaunaafhendingunni, varð tap á sýningu hennar í bíóhúsum. Hún markaði heldur ekki djúp spor í minningu kvikmyndaáhugafólks í fyrstu, en um miðjan sjötta áratuginn hófst sú hefð að sýna hana í sjónvarpi þegar líða tók að jólum. Með tímanum varð það að hefð hjá mörgum bandarískum fjölskyldum að horfa á myndina einu sinni á ári uns allir kunnu hana utanað. Setningin minnisstæða, þar sem Dórótea upplýsir hundinn sinn um að Kansas sé á bak og burt, var uppfinning handritshöfundar í Hollywood og hvergi að finna í hinni upprunalegu sögu. Sú kom út árið 1900 og var verk rithöfundarins L. Franks Baum.Bandarísk barnasaga Galdrakarlinn í Oz varð metsölubók nánast um leið og hún kom út. Sagan er undir sterkum áhrifum frá Lísu í Undralandi eftir breska lækninn Lewis Carroll. Báðar bækurnar segja frá ungum stúlkum sem hrifnar eru brott frá heimili sínu, halda til skringilegs ævintýralands, lenda í hættum en ná loks að snúa til síns heima. Breskar barnabækur nutu um þessar mundir mikilla vinsælda vestan hafs, en frumleiki Galdrakarlsins lá ef til vill í því að sögusviðið var bandarískt. Baum var afkastamikill rithöfundur og skrifaði ókjörin öll af bókum af ýmsu tagi, þótt barnabækurnar yrðu vinsælastar. Hann var einnig mikilvirkur blaðaritstjóri og rak um tíma leikhús. Raunar setti hann Galdrakarlinn á svið fljótlega eftir útkomu sögunnar, en sú uppsetning tók frekar mið af fullorðnum áhorfendum. Óþarft er að rekja söguþráðinn í smáatriðum. Velflestir lesendur ættu að þekkja meginatriðin: leiðina eftir gullna stígnum til fundar við galdrakarlinn sem reynist loddari, ferðafélagana skrítnu; hjartalausa tinkarlinn, ljónið blauða og fuglahræðuna sem vantaði heila o.s.frv. Allt fer vel að lokum og Dórótea kemst aftur til frænku sinnar og frænda í Kansas. Þar hugðist höfundurinn láta gott heita, en hungraðir lesendur heimtuðu meira. Bandarísk börn sendu Baum bréf í stórum stíl með hvatningu um að skrifa meira um Dóróteu og töfraheiminn og hann lét til leiðast – þótt sífellt fjárhagsbasl hafi vafalítið gert ákvörðunina auðveldari en ella.Í akkorði Framhaldsbókin, The Marvelous Land of Oz, kom út fjórum árum síðar. Þar er Dórótea fjarri góðu gamni, en aðalpersónan lítill drengur sem dregst inn í valdabaráttu ólíkra héraða í Oz, þar sem tinkarlinn og fuglahræðan eru í miðdepli atburðanna. Árið 1907 kom þriðja bókin út og nú var Dórótea aftur komin til leiks. Á ferðalagi til Ástralíu með Henry frænda sínum skolar henni fyrir borð og rekur til Oz. Var þetta mynstur raunar margendurtekið í bókaflokknum: Dórótea heldur í ferðalag en lendir í hafvillum eða náttúruhamförum og sogast alltaf í hringiðu atburða í undralandinu. Upp frá þessu komu bækurnar á færibandi eða nánast árlega til dauða höfundarins árið 1919. Árið eftir kom svo út fjórtánda og síðasta Oz-bókin úr penna Baums. Mikið vill meira og enn í dag koma út bækur um Oz-sagnaheiminn eftir ýmsa höfunda. Skiptast þær í tvo flokka: annars vegar það sem kalla má opinbera sagnaflokkinn, sem tekur mið af söguþræði og atburðum í upprunalegu bókunum fjórtán en hins vegar sjálfstæðar sögur sem byggja ekki nema lauslega á sögum Baums og skapa í raun sitt eigið Oz. Þótt Oz-bækurnar telji nú nokkra tugi, blikna þær allar í samanburði við fyrstu söguna þegar kemur að vinsældum og sannast sagna eru þær engin bókmenntastórvirki. Ef L. Frank Baum hefði verið tónlistarmaður, er hætt við að hann væri kallaður eins-smells-undur. En það er svo sem ekkert slor að státa aðeins af einni frægri bók, ef sú bók er þekkt af öllum og ratar ítrekað á lista yfir áhrifamestu verk allra tíma.Dulinn boðskapur? Og líkt og gildir um allar slíkar skáldsögur, hafa bókmenntafræðingar krufið textann inn að beini og grandskoðað lífshlaup höfundarins og öll fyrri skrif hans í þeirri von að skilja verkið betur. Þar hafa ýmsir hnotið um tvo stórundarlega leiðara sem Baum skrifaði í blað sem hann ritstýrði á árinu 1890. Það ár kom til harðra átaka milli bandarískra yfirvalda og Sioux-indíána, sem náðu hámarki með drápinu á Sitjandi tarfi, höfðingja þeirra og fjöldamorðunum við Undað hné (e. Wounded Knee) þar sem allt að 300 frumbyggjar féllu í valinn. Baum, sem almennt var talinn frjálslyndur í skoðunum og talaði til að mynda fyrir kosningarétti kvenna, lagði út af af atburðunum í pistlunum tveimur og komst að þeirri niðurstöðu að friðsamleg sambúð kynþátta væri útilokuð og ekki yrði hjá því komist að drepa alla indíána í landinu. Þessi viðurstyggilega rasíska hugmynd stingur í stúf við önnur skrif Baums og hafa einhverjir reynt að túlka hana sem háðsádeilu, en slíkt virðist þó afar langsótt. Hafa sumir bókmenntafræðingar leitað logandi ljósi í bókum höfundarins að dæmum um frumbyggjahatur og jafnvel fundið í hinum vængjuðu öpum vondu vestannornarinnar. Slík táknmyndaleit í sögunni um Galdrakarlinn hefur raunar orðið auðug uppspretta tilgáta, þótt fátt í einkaskjölum höfundarins bendi til annars en að sagan sé hreinræktað ævintýri. Árið 1964 birti sagnfræðingur og menntaskólakennari, Henry M. Littlefield að nafni, grein sem átti eftir að vekja mikla athygli og er enn í dag hampað af mörgum, þótt meirihluti sérfræðinga í Oz-fræðum hafni henni.sAGA TIL næsta bæjar - stefán PálssonHagfræði 103 Littlefield færði fyrir því rök að sagan um Galdrakarlinn í Oz væri ein stór myndlíking og að flestar persónur bókarinnar væru táknmyndir fyrir einstakar þjóðfélagsstéttir eða persónur úr stjórnmálalífi aldamótaáranna. Sagnfræðingurinn færði ýmis rök máli sínu til stuðnings. Hann benti á að um það leyti sem Baum ritaði bók sína, hafi hann lifað og hrærst í pólitík. Enn fremur hafi vísanir í samtímaatburði stjórnmálanna verið fyrirferðarmiklar í söngleikjaútgáfunni frá 1902 og hún afhjúpi í raun hinn dulda boðskap barnabókarinnar. Að mati Littlefields var Dórótea fulltrúi bandarísks almennings í sögunni, ung, hrekklaus og leiksoppur annarra. Fuglahræðan er samkvæmt kenningunni fulltrúi bændastéttarinnar og tinmaðurinn fulltrúi iðnverkafólks. Galdrakarlinn sjálfur er þá Bandaríkjaforseti, sem þykist valdamikill en reynist þegar á hólminn er komið vera áhrifalaus og hræddur maður í alltof stóru hásæti. Ljónið kjarklausa var, samkvæmt kenningu þessari, stjórnmálamaðurinn William Jennings Bryan. Bryan var einn mesti áhrifamaður demókrata í byrjun tuttugustu aldar og var þrívegis forsetaefni flokksins (1896, 1900 og 1908) en tapaði í öll skiptin. Hann var afburðaræðumaður og dró upp mynd af sér sem miklu hreysti- og kjarkmenni. Á hinn bóginn var Bryan mjög gagnrýninn á árásargjarna utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem birtist meðal annars í stríðum við Spánverja vegna Kúbu og Filippseyja á lokaárum nítjándu aldar. Þótti andstæðingum hans slík friðarstefna ekki karlmannleg og líktu honum við kjarklaust ljón.Gott silfur gulli betra William Bryan var einna kunnastur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýndu „gullfótinn“, sem var ríkjandi hagstjórnartæki þessara ára. Samkvæmt því voru peningar í raun ávísun upp á tiltekið magn af gulli. Það takmarkaði mjög möguleika seðlabanka til að prenta óhóflegt magn peningaseðla til að hleypa lífi í hagkerfið. Ríki Evrópu hurfu frá gullfætinum á millistríðsárunum en Bandaríkin héldu í kerfið til ársins 1971. Um 1900 voru peningastefnumál í brennidepli bandarískra stjórnmála og vildu ýmsir losa um gullfótinn í þeirri von að það bætti hag hinna efnaminni. Fáir voguðu sér að stinga upp á að seðlaprentun yrði gefin frjáls, en þess í stað var vinsælt að stinga upp á tengingum við aðra góðmálma. Bryan vildi taka upp silfurfót samhliða gulltryggingunni. Óumdeilt var að slíkt myndi leiða til verðbólgu, en silfurrefirnir álitu að þensluáhrif hóflegrar verðbólgu yrðu betri en samdráttur og stöðnun. Í þessu ljósi – sagði Littlefield – yrði að skoða söguþráð Galdrakarlsins. Auðtrúa alþýðan, bændurnir og iðnverkamennirnir gengju saman eftir GULLstígnum til Oz í von um lausn sinna mála. Þar var hins vegar enga hjálp að fá, en Dórótea og hundurinn Tótó komast að lokum heim til Kansas því í raun hafði stúlkan alla tíð haft lausnina á fótunum: með því að slá saman SILFURskónum sínum. (Í bókinni eru skórnir silfraðir, þótt Hollywood hafi gert þá rúbínrauða.) Kenning Littlefields gengur ótrúlega vel upp. Á henni er þó einn veigamikill galli – sá að útkoma sögunnar gengur í veigamiklum atriðum gegn þekktum stjórnmálaskoðunum Baums sjálfs. Það skyldi þó ekki vera að Galdrakarlinn í Oz sé fjörlegasta og vinsælasta ritgerð um gjaldmiðilsstefnu sem skrifuð hefur verið?
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira