Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í dag, hefur hér betur í baráttu við Christian Eriksen í leik Íslands og Danmerkur árið 2010. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira