Federer meiddist við það að gera baðið klárt fyrir dætur sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 11:00 Roger Federer eiginkonan Mirka Vavrinec og tvíburadæturnar Myla Rose og Charlene Riva. Vísir/Getty Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð. Tennis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð.
Tennis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira