Fótbolti

Íhuga að breyta nafninu á Nývangi til að heiðra minningu Cruyff

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cruyff fagnar hér ásamt Ronald Koeman, fyrrverandi leikmanni Barcelona og núverandi knattspyrnustjóra Southampton.
Cruyff fagnar hér ásamt Ronald Koeman, fyrrverandi leikmanni Barcelona og núverandi knattspyrnustjóra Southampton. Vísir/getty
Stjórn Barcelona mun hittast á morgun og ræða tillögu frá aðdáendum að breyta nafni leikvangsins til þess að heiðra minningu Johan Cruyff sem lést á fimmtudaginn síðastliðinn.

Cruyff sem var einn besti knattspyrnumaður Hollands frá upphafi hlaut í þrígang Gullboltann, verðlaun sem veitt voru knattspyrnumanni ársins.

Cruyff lék fimm tímabil í treyju Barcelona en hann sneri aftur og tók við stöðu knattspyrnustjóra liðsins tíu árum eftir að hafa farið frá félaginu sem leikmaður.

Undir hans stjórn varð Barcelona spænskur meistari fjórum sinnum ásamt því að vinna Meistaradeildina, þá undir nafninu Evrópubikarinn og Evrópukeppni bikarhafa.

Mun stjórn Barcelona hittast á morgun með fjölskyldu Cruyff þar sem ákvörðun verður tekin hvernig hans verður minnst.

Fékk hugmyndin um að breyta nafni vallarins til heiðurs Cruyff jákvæð viðbrögð hjá stuðningsmönnum liðsins hjá spænska miðlinum Sport en þar sögðust 65% af þeim 8000 sem svöruðu vera hlynntir því að breyta nafni vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×