Innlent

Fjöldi íþróttamanna í skápnum

Jakob Bjarnar skrifar
Kári segir fjöldi dæma um ókvæðisorð sem miðuð eru að kynhneigð sem falli á íþróttaleikjum.
Kári segir fjöldi dæma um ókvæðisorð sem miðuð eru að kynhneigð sem falli á íþróttaleikjum. visir/valli
Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu í handbolta, núverandi Íslandsmeistara, skorar á Íþróttasamband Ísland, að hafa frumkvæði að samræðu um málefni hinsegin fólks. Hann vill meina að fordómar kraumi innan íþróttahreyfingarinnar og telur ÍSÍ hafa brugðist; þar hafi menn hunsað vandann.

Þetta kemur fram á vefnum GayIceland, þar sem rætt er við Kára um málið.

„Ég vil ekki nefna nein tiltekin dæmi en því miður hafa komið upp, til dæmis, atvik þar sem stuðningsmenn andstæðinga okkar hafa látið óviðeigandi ummæli falla. Og, já, það eru dæmi um að liðsmenn hafi sjálfir látið ummæli falla, í hugsunarleysi, sem eru til þess fallin að særa,“ segir Kári í samtali við GayIceland.

Kári segir það algerlega fyrirliggjandi að fjöldi hinsegin fólks í íþróttum sé enn inni í skápnum. Hann segir að ekki þurfi annað en horfa til tölfræðinnar í þeim efnum og svo þeirra sem eru yfirlýst samkynhneigðir.

Kári sjálfur er hommi en hann kom ekki út úr skápnum fyrr en hann var orðinn 26 ára og hann hefur því skilning á því hversu erfitt það er að vera í íþróttum og í skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×