Mjög sátt í flughálku við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Stiginn við Seljalandsfoss var torfarinn jafnvel þótt Meredith McCormac og Matt Leonard væru á mannbroddum. vísir/pjetur „Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent