Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Ferðamenn fara sér að engu óðslega á svellinu sem þeim er hleypt út á við Gullfoss. Fréttablaðið/Pjetur Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. „Nei, við áttum svo sannarlega ekki von á þessu,“ svarar Normann Winkler, þar sem hann einbeitir sér að því að standa í fæturna á útsýnisplaninu við Gullfoss.Flughálkan kom Norman og Önju í opna skjöldu.Flughálir svellbunkar liggja bókstaflega yfir öllu við Gullfoss þessa dagana. Ferðamenn flykkjast að í þúsundatali á hverjum degi en ekkert er gert til að draga úr hálkunni á leið þeirra að útsýnisstaðnum. Lögregluborða hefur þó verið komið fyrir til að hindra aðgang að stígnum sem liggur lokaspottann að fossinum. Þegar útsendarar Fréttablaðsins heimsóttu staðinn eftir hádegi á miðvikudag virtu allir sem þar voru þessa lokun en það mun ekki alltaf vera tilfellið eins og fram hefur komið. Þau Anja Eberhardt og Normann Winkler sem eru hér á Íslandi í sex daga virtust gáttuð á aðstæðum við Gullfoss. „Þetta er erfið leið,“ sagði Normann og virtist feginn að vera á leiðinni til baka. Anja tók heilshugar undir með Normann. Þau virtust þó taka málinu með jafnaðargeði og alls ekki ætla að láta það spilla ánægjunni af Íslandsheimsókninni sem var aðeins á fyrsta degi. Næsta dag ætluðu þau í Bláa lónið. Það hefur sennilega verið hættuminna. Ungt par gaf sér góðan tíma til myndatöku á þeim stað þar sem útsýnisplanið endaði og við tók lokaður stígurinn niður að fossinum. „Þetta er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði ungi maðurinn sem kvaðst heita David og búa í Manchester í Englandi með Han vinkonu sinni. Bæði væru þau þó kínversk tók David fram áður en hann stillti sér góðfúslega upp með Han fyrir myndatöku.Han og David voru ánægð enda ung og sterk á svellinu.Þessa stund sem stoppað var við Gullfoss virtust margir gestir þar komnir vel af léttasta skeiði. Var með ólíkindum að þeir skyldu allir hafa staðið í fæturna alla leið að handriðunum sem hægt var að styðja sig við á meðan fossinn var skoðaður úr fjarska. Um árabil hefur verið rætt um að úrbætur þurfi við Gullfoss. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir fossinn í umsjón Umhverfisstofnunar sem annist þar hálkuvarnir, söltun og söndun. Ekki var sandkorn að sjá á svæðinu þegar Fréttablaðið var þar á ferð. Ekki náðist í fulltrúa Umhverfisstofnunar í gær. „Þetta er mjög erfið staða að eiga við í alla staði. Það virðist einhvern veginn ekki vera hægt að landa þessu almennilega,“ segir Ásborg. „Við í ferðaþjónustunni erum núna í svo nýjum aðstæðum. Það var ekki svona ofboðslegur fjöldi hér áður fyrr á þessum tíma.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. „Nei, við áttum svo sannarlega ekki von á þessu,“ svarar Normann Winkler, þar sem hann einbeitir sér að því að standa í fæturna á útsýnisplaninu við Gullfoss.Flughálkan kom Norman og Önju í opna skjöldu.Flughálir svellbunkar liggja bókstaflega yfir öllu við Gullfoss þessa dagana. Ferðamenn flykkjast að í þúsundatali á hverjum degi en ekkert er gert til að draga úr hálkunni á leið þeirra að útsýnisstaðnum. Lögregluborða hefur þó verið komið fyrir til að hindra aðgang að stígnum sem liggur lokaspottann að fossinum. Þegar útsendarar Fréttablaðsins heimsóttu staðinn eftir hádegi á miðvikudag virtu allir sem þar voru þessa lokun en það mun ekki alltaf vera tilfellið eins og fram hefur komið. Þau Anja Eberhardt og Normann Winkler sem eru hér á Íslandi í sex daga virtust gáttuð á aðstæðum við Gullfoss. „Þetta er erfið leið,“ sagði Normann og virtist feginn að vera á leiðinni til baka. Anja tók heilshugar undir með Normann. Þau virtust þó taka málinu með jafnaðargeði og alls ekki ætla að láta það spilla ánægjunni af Íslandsheimsókninni sem var aðeins á fyrsta degi. Næsta dag ætluðu þau í Bláa lónið. Það hefur sennilega verið hættuminna. Ungt par gaf sér góðan tíma til myndatöku á þeim stað þar sem útsýnisplanið endaði og við tók lokaður stígurinn niður að fossinum. „Þetta er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði ungi maðurinn sem kvaðst heita David og búa í Manchester í Englandi með Han vinkonu sinni. Bæði væru þau þó kínversk tók David fram áður en hann stillti sér góðfúslega upp með Han fyrir myndatöku.Han og David voru ánægð enda ung og sterk á svellinu.Þessa stund sem stoppað var við Gullfoss virtust margir gestir þar komnir vel af léttasta skeiði. Var með ólíkindum að þeir skyldu allir hafa staðið í fæturna alla leið að handriðunum sem hægt var að styðja sig við á meðan fossinn var skoðaður úr fjarska. Um árabil hefur verið rætt um að úrbætur þurfi við Gullfoss. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir fossinn í umsjón Umhverfisstofnunar sem annist þar hálkuvarnir, söltun og söndun. Ekki var sandkorn að sjá á svæðinu þegar Fréttablaðið var þar á ferð. Ekki náðist í fulltrúa Umhverfisstofnunar í gær. „Þetta er mjög erfið staða að eiga við í alla staði. Það virðist einhvern veginn ekki vera hægt að landa þessu almennilega,“ segir Ásborg. „Við í ferðaþjónustunni erum núna í svo nýjum aðstæðum. Það var ekki svona ofboðslegur fjöldi hér áður fyrr á þessum tíma.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira