Munaði bara einni körfu á stigahæstu leikmönnum deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2016 13:00 Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli. Vísir/Stefán Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23 Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga