Fótbolti

Messi spilaði með nýrnasteina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Læknir sem meðhöndlaði Lionel Messi, leikmann Barcelona, segir að Argentínumaðurinn hafi spilað þrjá leiki þrátt fyrir að líkami hans hafi ekki náð að losa sig við nýrnasteina sem voru að angra hann.

Messi missti af undanúrslitaleik Barcelona gegn Guangzhou Evergrande eftir að hafa fengið nýrnasteinakast en spilaði svo í 3-0 sigri á River Plate í úrslitaleiknum.

Læknirinn segir að alls hafi Messi spilað í þrjá leiki áður en hann losnaði loksins við nýrnasteinana. „Hann fékk verkjalyf fyrir leikina svo hann gæti spilað þá,“ sagði læknirinn Ruiz Marcellan í spænsku sjónvarpsviðtali.

Messi fékk svo loks meðhöndlun við nýrnasteinunum þann 9. febrúar og missti af nokkrum æfingum sem og bikarleik gegn Valencia. En hann sneri svo aftur og skoraði eitt og lagði upp tvö til viðbótar í 6-1 sigri á Celta Vigo.

Læknirinn útilokar ekki að Messi fái fleiri nýrnasteinaköst á lífsleiðinni. „Hann er þannig gerður að hann gæti fengið á bilinu 2-8 nýrnasteina þar til hann verður fimmtugur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×