Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:05 Gylfi Magnússon er dósent við viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslands en hann var um tíma efnahags-og viðskiptaráðherra. vísir/valli Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. Um er að ræða vitnin Bjarna Frímann Karlsson, Gylfa Magnússon, Bjarka Andrew Brynjarsson, Erlend Davíðsson og Smára Rúnar Þorvaldsson en þeir unnu matsgerðir á verðmæti Aurum í einkamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að Bjarni og Gylfi hafi vegna einkamálsins unnið matsgerð í mars 2011 þar sem þeir mátu markaðsvirði 25,7 prósent eignahlutar Fons í Aurum. Matsgerðin barst sérstökum saksóknara frá slitastjórn Glitnis þann 26. apríl 2012 en hún var á meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar ákæru í Aurum-málinu. Eftir að matsgerðin lá hins vegar fyrir var í einkamálinu óskað eftir yfirmati á því og voru Bjarki, Erlendur og Smári dómkvaddir til þess starfs. Að mati Hæstaréttar verður að skilja það sem svo að með undirmatsgerðinni hafi sérstökum saksóknara verið veitt sérfræðileg aðstoð við rannsókn málsins sem og ákvörðun um saksókn. Með yfirmatsgerðinni voru síðan endurmetin þau atriði sem undirmatsgerðin tók til og samkvæmt því kann framburður matsmannanna að skipta máli varðandi gildi matsgerðanna sem sönnunargagna. Fær héraðssaksóknari því að kalla mennina fimm fyrir dóm sem vitni. Þá fékkst jafnframt úr því skorið í dag að sérfróður meðdómandi í málinu, Hrefna Sigríður Briem, muni ekki víkja sæti en krafa varðandi það var lögð fram í héraði af hálfu Lárusar Welding. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá og mun Hrefna Sigríður því sitja áfram í dómnum. Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. Um er að ræða vitnin Bjarna Frímann Karlsson, Gylfa Magnússon, Bjarka Andrew Brynjarsson, Erlend Davíðsson og Smára Rúnar Þorvaldsson en þeir unnu matsgerðir á verðmæti Aurum í einkamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að Bjarni og Gylfi hafi vegna einkamálsins unnið matsgerð í mars 2011 þar sem þeir mátu markaðsvirði 25,7 prósent eignahlutar Fons í Aurum. Matsgerðin barst sérstökum saksóknara frá slitastjórn Glitnis þann 26. apríl 2012 en hún var á meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar ákæru í Aurum-málinu. Eftir að matsgerðin lá hins vegar fyrir var í einkamálinu óskað eftir yfirmati á því og voru Bjarki, Erlendur og Smári dómkvaddir til þess starfs. Að mati Hæstaréttar verður að skilja það sem svo að með undirmatsgerðinni hafi sérstökum saksóknara verið veitt sérfræðileg aðstoð við rannsókn málsins sem og ákvörðun um saksókn. Með yfirmatsgerðinni voru síðan endurmetin þau atriði sem undirmatsgerðin tók til og samkvæmt því kann framburður matsmannanna að skipta máli varðandi gildi matsgerðanna sem sönnunargagna. Fær héraðssaksóknari því að kalla mennina fimm fyrir dóm sem vitni. Þá fékkst jafnframt úr því skorið í dag að sérfróður meðdómandi í málinu, Hrefna Sigríður Briem, muni ekki víkja sæti en krafa varðandi það var lögð fram í héraði af hálfu Lárusar Welding. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá og mun Hrefna Sigríður því sitja áfram í dómnum. Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15