Vilja varðveita söguna við Laugaveg Una Sighvatsdóttir skrifar 12. mars 2016 21:00 Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira