Sjáðu hvernig Trump hvetur ítrekað til ofbeldis Bjarki Ármannsson skrifar 13. mars 2016 09:54 Donald Trump. Vísir/AFP Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18