Flæðir yfir vegi og slitlag fýkur í burtu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 22:16 Malbik hefur fokið af við Kolgrafabrú á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm „Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær. Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
„Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær.
Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54
Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58
Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34