Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 13:55 „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“ Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira