Enski boltinn

Fjórtándu kálfameiðsli Kompanys | Frá í mánuð hið minnsta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany þarf að horfa á næstu leiki City úr stúkunni.
Kompany þarf að horfa á næstu leiki City úr stúkunni. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, verður frá næsta mánuðinn vegna kálfameiðsla.

Kompany þurfti að fara af velli snemma leiks þegar City gerði markalaust jafntefli við Dynamo Kiev á Etihad í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. City vann fyrri leikinn í Úkraínu 1-3 og er því komið áfram í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Kompany missir þó væntanlega af fyrri leiknum í 8-liða úrslitunum sem fer fram annað hvort 5. eða 6. apríl.

„Hann verður frá í a.m.k. mánuð,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, eftir leikinn í gær.

„Vincent verður að vera sterkur andlega. Það er erfitt að sætta sig við þetta en það er ekkert annað í boði,“ bætti Sílemaðurinn við.

Kompany er tíður gestur á sjúkralistanum en þetta er í 14. sinn sem hann meiðist á kálfa síðan hann kom til City 2008.

Mikilvægi Belgans fyrir City er gríðarlegt en liðið hefur fengið á sig mark á 156 mínútna fresti þegar hann er inn á vellinum en á 70 mínútna fresti án hans.


Tengdar fréttir

Ranieri: Arsenal og Man. City geta ennþá unnið titilinn

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri toppliðs Leicester City, lítur ekki á það þannig að Leicester og Tottenham muni berjast um enska meistaratitilinn í átta síðustu umferðunum. Hann telur að bæði Arsenal og Manchester City séu enn með í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×