Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 14:16 Vísir Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira