Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2016 21:17 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09