Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 12:46 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent