Ég er hluti af heildstæðu verki ólíkra listgreina Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2016 11:30 Tékkneska leikkonan Tera Hof heillaðist af skáldsögu Sjóns, Skugga-Baldur og í kvöld frumsýnir hún í Hafnarhúsinu leikgerð byggða á verkinu. Visir/Ernir Skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón kom fyrst út árið 2003 og hefur síðan verið þýdd á 22 tungumál og er líkast til sú bók höfundarins sem hefur notið hvað mestrar hylli. Sjón er sérstæður höfundur um margt og býr meðal annars yfir þeim eiginleika að vera í senn fádæma íslenskur og evrópskur og hafa á valdi sínu ólíka hugarheima. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að verkið hafi heillað tékknesku leikkonuna Teru Hof sem hefur á undanförnum árum búið bæði í Reykjavík og Prag sem er ein elsta og rótgrónasta menningarborg Evrópu. „Ég heillaðist strax af þessari bók og af þessu mínímalíska formi sem er fullt af fallegum myndum en skapar í senn svo ótrúlega mikið rými fyrir ímyndunaraflið og hvetur það áfram. Svo er sagan sjálf líka áhrifarík og sterk. Þannig að ég hugsaði með mér að það væri gaman að láta reyna á að skapa sviðsverk út frá þessari bók og það féll líka svo að mínu lífi í þessum tveimur löndum.“Tenging á milli landa Skugga-Baldur er byggð utan um þrjár aðalpersónur en í sviðsverkinu er Tera ein á sviðinu og hún segir að verkið sé byggt upp utan um hana sem aðalpersónu og sögumann. „Við fórum þá leið að vera með þessa aðalpersónu sem kallast Skuggi og í honum koma saman skuggar þessara þriggja persóna.“ Skuggi notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar og Tera segir að það falli því einkar vel að sögunni að vinna sýninguna með fólki úr ólíkum listgreinum. Kamila Polívková er meðhöfundur að handriti og leikstjóri, listrænir stjórnendur eru þeir Jón Sæmundur Auðarson og Sindri Ploder og áfram mætti telja fjölbreyttan hóp listamanna frá bæði Íslandi og Tékklandi. „Sjón er listamaður sem hefur einnig fengist við tónlist og myndlist og býr yfir mikilli sköpunargleði og ég finn til skyldleika við hann hvað það varðar. Hann varð fyrir áhrifum frá tékkneskum súrrealistum og það myndar ákveðna tengingu á milli okkar og á milli landanna.Visir/ErnirHeild ólíkra forma Skugga-Baldur er líka skrifuð eins og listrænt konsept. Þessi bók er eins og kvartett eins og Sjón hefur bent á og svo eru líka í henni ákveðnar eyður – „empty space“ eins og það er kallað í leikhúsi og það gefur þér sem lesanda ákveðið svigrúm og andrými sem skiptir miklu máli. Það gefur þér færi á að leyfa myndunum að forma sig í hausnum og að njóta þeirra þar. Að mínu mati er þessi bók því fullkomin til þess að eiga framhaldslíf sem annað og sjálfstætt listaverk. Okkar nálgun felur í sér að nota myndlistina, tónlistina, söguna og láta þetta mynda heild á sínum eigin forsendum. Ég hef alla þessa frábæru listamenn með mér í þessu ferli öllu þannig að ég er í raun ekki ein heldur þvert á móti hluti af heildstæðu verki ólíkra forma.“Allt er mögulegt Verkið var frumsýnt í Prag í síðustu viku og Tera segir að það hafi verið henni mikilvægt að Sjón og eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, voru viðstödd frumsýninguna. „Hann hrósaði okkur svo fallega. Sagði að hann hafi alltaf haldið að bækurnar hans væru óbreytanlegar, væru bara það sem þær eru og gætu ekki verið neitt annað, en að nú hafi hann séð að það væri nú ekki endilega þannig. Að hið ómögulega væri mögulegt og þetta gladdi mig ákaflega mikið. Við höfum reyndar þurft að breyta miklu og svo þurfum við að gera enn meiri breytingar hér í tengslum við rýmið sem við erum að vinna með í Hafnarhúsinu sem er talsvert frábrugðið leikhúsinu í Prag. En það er bara áskorun rétt eins og að núna þarf ég að koma fram á ensku en í Prag gat ég leyft mér tékkneskuna. En við fengum frábærar viðtökur í Prag þannig að við erum farin að hlakka til að sýna hér.“ Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón kom fyrst út árið 2003 og hefur síðan verið þýdd á 22 tungumál og er líkast til sú bók höfundarins sem hefur notið hvað mestrar hylli. Sjón er sérstæður höfundur um margt og býr meðal annars yfir þeim eiginleika að vera í senn fádæma íslenskur og evrópskur og hafa á valdi sínu ólíka hugarheima. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að verkið hafi heillað tékknesku leikkonuna Teru Hof sem hefur á undanförnum árum búið bæði í Reykjavík og Prag sem er ein elsta og rótgrónasta menningarborg Evrópu. „Ég heillaðist strax af þessari bók og af þessu mínímalíska formi sem er fullt af fallegum myndum en skapar í senn svo ótrúlega mikið rými fyrir ímyndunaraflið og hvetur það áfram. Svo er sagan sjálf líka áhrifarík og sterk. Þannig að ég hugsaði með mér að það væri gaman að láta reyna á að skapa sviðsverk út frá þessari bók og það féll líka svo að mínu lífi í þessum tveimur löndum.“Tenging á milli landa Skugga-Baldur er byggð utan um þrjár aðalpersónur en í sviðsverkinu er Tera ein á sviðinu og hún segir að verkið sé byggt upp utan um hana sem aðalpersónu og sögumann. „Við fórum þá leið að vera með þessa aðalpersónu sem kallast Skuggi og í honum koma saman skuggar þessara þriggja persóna.“ Skuggi notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar og Tera segir að það falli því einkar vel að sögunni að vinna sýninguna með fólki úr ólíkum listgreinum. Kamila Polívková er meðhöfundur að handriti og leikstjóri, listrænir stjórnendur eru þeir Jón Sæmundur Auðarson og Sindri Ploder og áfram mætti telja fjölbreyttan hóp listamanna frá bæði Íslandi og Tékklandi. „Sjón er listamaður sem hefur einnig fengist við tónlist og myndlist og býr yfir mikilli sköpunargleði og ég finn til skyldleika við hann hvað það varðar. Hann varð fyrir áhrifum frá tékkneskum súrrealistum og það myndar ákveðna tengingu á milli okkar og á milli landanna.Visir/ErnirHeild ólíkra forma Skugga-Baldur er líka skrifuð eins og listrænt konsept. Þessi bók er eins og kvartett eins og Sjón hefur bent á og svo eru líka í henni ákveðnar eyður – „empty space“ eins og það er kallað í leikhúsi og það gefur þér sem lesanda ákveðið svigrúm og andrými sem skiptir miklu máli. Það gefur þér færi á að leyfa myndunum að forma sig í hausnum og að njóta þeirra þar. Að mínu mati er þessi bók því fullkomin til þess að eiga framhaldslíf sem annað og sjálfstætt listaverk. Okkar nálgun felur í sér að nota myndlistina, tónlistina, söguna og láta þetta mynda heild á sínum eigin forsendum. Ég hef alla þessa frábæru listamenn með mér í þessu ferli öllu þannig að ég er í raun ekki ein heldur þvert á móti hluti af heildstæðu verki ólíkra forma.“Allt er mögulegt Verkið var frumsýnt í Prag í síðustu viku og Tera segir að það hafi verið henni mikilvægt að Sjón og eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, voru viðstödd frumsýninguna. „Hann hrósaði okkur svo fallega. Sagði að hann hafi alltaf haldið að bækurnar hans væru óbreytanlegar, væru bara það sem þær eru og gætu ekki verið neitt annað, en að nú hafi hann séð að það væri nú ekki endilega þannig. Að hið ómögulega væri mögulegt og þetta gladdi mig ákaflega mikið. Við höfum reyndar þurft að breyta miklu og svo þurfum við að gera enn meiri breytingar hér í tengslum við rýmið sem við erum að vinna með í Hafnarhúsinu sem er talsvert frábrugðið leikhúsinu í Prag. En það er bara áskorun rétt eins og að núna þarf ég að koma fram á ensku en í Prag gat ég leyft mér tékkneskuna. En við fengum frábærar viðtökur í Prag þannig að við erum farin að hlakka til að sýna hér.“
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira