Hugsanlegt að uppskipunarbann verði að veruleika sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 13:32 Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“ Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31
Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18
Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13
Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18