Innlent

Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vigfús Bjarni ásamt fjölskyldu sinni og stuðningsmönnum á Hótel Borg í dag.
Vigfús Bjarni ásamt fjölskyldu sinni og stuðningsmönnum á Hótel Borg í dag. vísir/anton brink
Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. Boðað hafði verið til fundar á Borginni í dag þar sem Vigfúsi var afhent áskorun um að bjóða sig fram til forseta og eftir að honum hafði afhentur undirskriftalisti með áskoruninni tilkynnti hann um framboð sitt.

Vigfús Bjarni bætist þannig í ört stækkandi hóp frambjóðenda en forsetakosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Á meðal þeirra sem hafa tilkynnt um framboð sitt eru Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Heimir Örn Hólmarsson og Hildur Þórðardóttir.

Þá hafa fjölmargir verið nefndir sem líklegir frambjóðendur, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×