Eurovision réttur Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran skrifar 20. febrúar 2016 11:44 Í kvöld er úrslitakeppni Eurovision og tilvalið að skella í þennan girnilega Doritos kjúkling og borða á meðan keppninni stendur. Vísir/Eva Laufey Kjúklingurinn 700 g kjúklingakjöt, ég notaði lundir 6 msk sýrður rjómi 1 tsk papriku krydd 1 tsk mexíkósk kryddblanda salt og pipar 1 poki appelsínugulur Doritos ólífuolía Sósa: 1 dós sýrður rjómi 5 - 6 msk salsa sósa Aðferð: Skerið kjúklingabitana í jafn stóra bita. Blandið saman í skál sýrða rjómanum, paprikukryddi, mexíkóskri kryddblöndu, salti og pipar og hrærið vel saman. Þekjið kjúklingabitana með sósunni og geymið í kæli í 30 mínútur. Myljið snakkið í matvinnsluvél en ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá getið þið barið á snakkið með t.d. kökukefli. Veltið kjúklingabitunum upp úr snakkinu og leggið síðan á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20 - 25 mínútur. Berið fram með léttri salsasósu og fersku salati. Sósan aðferð: Blandið sýrða rjómanum og salsasósu saman í skál og berið fram með kjúklingabitunum. Njótið vel. Eva Laufey Kjúklingur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Kjúklingurinn 700 g kjúklingakjöt, ég notaði lundir 6 msk sýrður rjómi 1 tsk papriku krydd 1 tsk mexíkósk kryddblanda salt og pipar 1 poki appelsínugulur Doritos ólífuolía Sósa: 1 dós sýrður rjómi 5 - 6 msk salsa sósa Aðferð: Skerið kjúklingabitana í jafn stóra bita. Blandið saman í skál sýrða rjómanum, paprikukryddi, mexíkóskri kryddblöndu, salti og pipar og hrærið vel saman. Þekjið kjúklingabitana með sósunni og geymið í kæli í 30 mínútur. Myljið snakkið í matvinnsluvél en ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá getið þið barið á snakkið með t.d. kökukefli. Veltið kjúklingabitunum upp úr snakkinu og leggið síðan á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20 - 25 mínútur. Berið fram með léttri salsasósu og fersku salati. Sósan aðferð: Blandið sýrða rjómanum og salsasósu saman í skál og berið fram með kjúklingabitunum. Njótið vel.
Eva Laufey Kjúklingur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira